Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 27
29
myndun rótavæxlanna sjúkdómsfyrirbrigði, eða hvort
það bæri að skoða hana sem friðsaman borgara í þjóð-
félagi moldarinnar og samband hennar við belgjurt-
irnar sem einskonar samvinnu eða samlíf (Symbiose).
Flestir munu þó nú vera þeirrar skoðunar, að bakterí-
an sé í raun og veru sýkill og draga þá ályktun af því,
að á fyrsta stigi smitunarinnar hafi bakterían oft
lamandi áhrif á jurtina. Æxlismyndunina ber þá að
skoða sem varnarráðstöfun jurtarinnar, á þennan
hátt reynir hún að einangra bakteríurar og takmarka
starfsemi þeirra. Myndbreyting bakteríanna í rótar-
æxlunum sé og af sama toga spunnin, það sé jurtin,
er með vörnum sýnum orsaki hana og í þessari nýju
mynd sé bakterían eigi aðeins óskaðleg jurtinni, held-
ur líka hennar auðmjúkur þjónn, sem að vísu fær
hluta af næringu sinni frá jurtinni, en lætur henni
hinsvegar í té lífsnauðsynlegt efni, er jurtin er ekki
fær um að afla sér af eigin ramleik. En hvernig sem
þessu sambandi belgjurtanna og rótarbakteríanna er
háttað í raun og veru, þá verður ekki um það deilt,
að það hafi ómetanlega þýðingu fyrir alla þá, er jarð-
yrkju stunda og mannkynið sem heild.
Af því, sem nú hefur verið sagt, er það auðsætt,
að fyrsta skilyrðið til að ræktun belgjurta beri fylli-
iega hagnýtan árangur er, að viðeigandi stofn af rót-
arbakteríu sé til staðar í jarðveginum, er geti myndað
æxli á rótum þeirra, og jafnvel þetta er ekki í öllum
tilfellum einhlítt, því tilraunir sem gerðar hafa verið í
Svíþjóð og víðar hafa leitt í ljós, að innan hvers
stofns af rótarbakteríunni finnast mörg afbrigði, sem
hafa mjög mismunandi — og sum jafnvel enga —
þýðingu fyrir köfnunarefnisnæringu belgjurtanna, þó
þau myndi öll rótaræxli. Það verður því að vera trygt,
þegar rækta á belgjurtir, að viðeigandi stofn af rótap-