Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 36
38
Ennþá hefur ekki verið gerð bein smitunartilraun á
lópfum, en sennilega verður hún framkvæmd á næsta
vori. Því þó lúpínur hafi, eins og sakir standa, tiltölu-
lega lítið verðmæti fyrir ræktun vora, þá er ekki úti-
lokað að þær nýju tegundir af lúpínum, sem fram-
leiddar hafa verið í Þýskalandi, geti fengið hér veru-
legt ræktunargildi sem fóðurjurtir.
Árið 1931 var ennfremur reynt að rækta serradel
með höfrum til grænfóðurs. Fræið spíraði allvel, en
jurtin náði engum þroska, enda vantaði rótaræxlin al-
gerlega.
Sama ár var lfka reynt að sá tveimur tegundum af
ertum í blöndu með höfrum. Á þessa tilraun var borið
allmikið af búfjáráburði og var notað af ertunum
rúmlega hálft sáðmagn. Erturnar spruttu sæmilega
í fyrstu, en haframir tóku, er fram á leið algerlega
yfirhöndina og bar fremur lítið á ertunum er tilraun-
in var slegin. Ekki fundust rótaræxli á ertunum.
Tilraun þessi var endurtekin árið eftir og þá með
mismunandi sáðmagni af ertum. Útkoman varð mjög
lík, væri sáðmagnið af ertunum helmingur eða minna
á móts við hafrana, gætti þeirra fremur lítið, en þar
sem meira sáðmagn var notað af ertunum, var upp-
skeran of rýr og sýnilegt var, að viðeigandi rótar-
bakteríur vantaði.
Að lokum var enn á ný reynt að sá ertum í blöndu
með höfrum síðastliðið sumar og voru erturnar smit-
aðar áður en sáð var með sænskum jarðkúltur af við-
eigandi rótarbakteríu. Tilraunin var gerð i nýræktar-
landi, vel framræstri mýri og var enginn köfnunar-
efnisáburður borinn á. í þessari tilraun voru enn-
fremur reyndar á sama hátt 3 tegundir af flækjum.
Bæði erturnar og flækjurnar spruttu dável og fylgd-
ust vel með höfrunum og uppskera varð til muna betri