Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 37
39
af belgjurtum og höfrum, en af höfrum einum sér.
Engan árangur er þó hægt að merkja af smituninni,
hvorki í uppskeru né á rótum belgjurtanna.
í aðra spildu skamt frá þessari tilraun, sem plægð
var upp úr gömlu, fremur lélegu túni haustið 1938,
var líka sáð blöndu af höfrum og smituðu fræi af ert-
um- og flækjum. f þessu landi spruttu belgjurtirnar
og þá sérstaklega erturnar prýðilega og voru ertumar
með greinilegum og vel þroskuðum rótaræxlum, aftur
á móti fundust ekki rótaræxli á flækjunum.
Hversvegna smitunin hefur hepnast svona misjafnt,
verður ekki sagt með neinni vissu. Ef til vill hafa
mismunandi jarðvegsskilyrði valdið, en líka er hugs-
anlegt, að kuldarnir í maí hafi átt einhvern þátt f því,
en hvað sem því líður, þá sýna þessar tilraunir, að
smitun á belgjurtum getur hepnast hér og líklegt er,
að takast megi að rækta hér grænfóðurbelgjurtir með
góðum árangri og tiltölulega litlum áburðarkostnaði.
Eg skal þá snúa mér að graslendisbelgjurtunum,
en þær mynda eðlilega meginþáttin í þessum tilraun-
um Ræktunarfélagsins. Aðallega eru það smárategund-
imar, sem teknar hafa verið til meðferðar í þessum
tilraunum, en af þeim var líka mests árangurs að
vænta. Eins og áður hefur verið tekið fram, hefur
smárafræ talsvert verið notað í sáðblöndum og árang-
urslítið, en margt virðist benda til þess, að ekki hafi
verið tekið nægilegt tillit til eiginleika smárans i notk-
un og meðferð.
Mistökin gátu aðallega orsakast af þrennum ástæð-
um. 1. Af of lithi sdðmagni af smdra. Venjulega hefur
ekki verið notað meira en 2—3% af smárafræi í sáð-
blöndunum, en það er svo hverfandi lítið, að grasteg-
undirnar yfirgnæfa og eiga auðvelt með að kæfa hann
einkum hvítsmárann. 2. Af of mikhtm köfnunarefnis-