Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 42
44
þau lífsskilyrði og þá aðbóð, er honxim hentar best.
Hvað framræslu og jarðvinslu áhrærir, gerir smárinn
svipaðar kröfur og annar sá gróður er vér ræktum
í sáðsléttunum, en því nefni eg þessi atriði, að því
miður hefur þeirra oft verið illa gætt og ræktunin
misheppnast að meira eða minna leyti af þeim ástæð-
um. Vafasamt er, hvort hægt er að rækta hvítsmára
án smitunar í landi, þar sem enginn smáraslæðingur
hefur vaxið áður, en í meginþorra þess lands, er vér
ræktum, kemur þetta atriði varla til greina.
Vegna þess, að hvítsmárinn er tiltölulega lágvaxin
jurt, en ljósþörf hans mikil, þolir hann illa að annar
gróður vaxi honum yfir höfuð um lengri tíma og á
því byggjast þrjú eftirfarandi meginatriði í meðferð
smárans:
1. Sáðmagniö af smára má helst ekki vera minna
en hO—.50% af öllu sáömagnintu, því þó takast megi
með miklu minna sáðmagni að fá ágætar smárasléttur
á nokkurum árum, þá er þó tryggingin meiri fyrir þvi,
að smá.nnn haldi velli í samkeppninni við grastegund-
irnar, sem honum er ætlað meira rúm i gróðri lands-
ins í upphafi, auk þess, sem vaxtaraukandi áhrifa
hans gætir þá fyr og jafnar.
2. Varasamt er að bera mjög mikið af köfnunárefn-
isrikum áburði á smárasléttu og gerist heldw elcki
þörf, Ekki svo að skilja, að köfnunarefni í áburði sé
beinlínis skaðlegt, en þaó stuðlar mjög að auknum
blaðvexti grastegundanna, sem verða þá frekar smár-
anum yfirsterkari. 1 nokkur ár hefur verið gerð til-
raun með þetta á smárasléttu hjá Ræktunarfélagi
Norðurlands. Komið hefur í ljós, að þar sem enginn
köfnunarefnisáburður var notaður, er smárinn því
sem næst einráður. Þegar bornir voru á 3 sekkir af
kalksaltpétri á ha., fékkst blendingur af grasi og