Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 49
ði
sláttar, þó ástæða sé til, ef gryfjan er aðeins ein. Það
er líka allmikið hagræði að gera votheysgryfjumar
yfirleitt sem líkastar að stærð og lögun, má þá nota
sameiginleg mót fyrir margar giyfjur, en við það
skapast leikni í því að koma fyrir mótum og gera
gryfjurnar, og að lokum getur þetta fyrirkomulag
miðað að því, að meiri festa og öryggi fáist við verk-
un votheysins.
Fram til þessa hafa gryfjumar verið gerðar með
mörgu móti. Úr torfi, torfi og grjóti og steinsteypu.
Aflangar, jafnhliða ferhyx-ntar, sex eða áttkantaðar
og sívalar og er mesta furða, að engum skuli hafa
hugkvæmst að gera þær þríhyrntar! Vafalaust má
ger-a sæmilegt vothey í flestum þessum gryfjum, en
misjafnlega auðvelt er það, og varla verður um það
deilt, að auðveldast er að gera gott vothey í sívölum
gxyfjum, það er auðveldast að láta í þær svo vel sé,
hitinn verður jafnastur í þeim, heyið sígur jafnast og
því minnst hætta á að loft komist niður með veggjun-
um, er valdi myglu og skemdum. Við eigum því hik-
laust að gera sívalar votheysgryfjur og vil ég þá
leggja til, að þær séu hafðar 3. m. i þvermál og dýpt
eftir því sem staðhættir leyfa, en helst ekki minni en
U m.
Mót og gerð gryfjanna.
Það sem sérstaklega er haft á móti sívölu gryfjun-
um er, að þær verði dýrari en köntuðu gryfjumar,
því bæði verði mótin miklu kostnaðarsamari og örð-
ugi’a að koma þeim fyrir og svo notist ekki veggir
annai-a bygginga. Fyrra atriðið er að sumu leyti byggt
á misskilningi, en að sumu leyti algert aukaatriði, þeg-
ar um það er að ræða, að nota sömu mótin við margar
gryfjur. Hringinn fyrir innri mótin má gera úr 1 ”
4*