Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 52
54
gryfjugerð, sem tvímælalaust er best og vænta má
að gefi vissastan árangur.
Um gerð gryfjanna að öðru leyti skal ég vera fá-
orður, því bæði getur hún farið mikið eftir staðhátt-
um á hverjum stað og er aðallega byggingarfræðilegs
eðlis, þó vil ég drepa hér á einstök atriði, sem máli
skipta.
Sé jarðvegur þéttur, má ef til vill grafa svo ná-
kvæmt fyrir gryfjunum, að hægt sé að komast af með
einföld mót (innri mót) á þeim hluta gryfjunnar,
sem er í jörðu. Sé þessu ekki til að dreifa, en hinsveg-
ar nóg af hentugu grjóti við hendina, má steypa neðri
hluta gryfjanna þannig, að hafa aðeins innri mót, en
púkka með grjóti hringinn í kring bak við mótin, ca.
10 cm. frá þeim. 1 millibilið á milli púkksins og mót-
anna er svo rennt sterkri steypu. Að lokum má steypa
alla gryfjuna í tvöföldum uppslætti. Sjálfsagt er, að
hafa steypuna ávalt það sterka og vandaðá, að hægt
sé að sleppa húðun, en láta nægja að kústa gryfj-
una innan úr sterku sementsvatni.
Sennilega yrði ódýrast og að ýmsu leyti hagkvæm-
ast í framtíðinni að steypa steina að vetrinum og
hlaða gryfjurnar úr þeim, gætu margir bæir, eða
jafnvel heilar sveitir, verið í samvinnu um steinamót
og mætti jafnvel steypa steina á einum stað fyrir
fleiri nærliggjandi heimili.
Sumir telja það til bóta, að veggir gryfjunnar flái
aðeins, sé þá minni hætta á, að heyið sígi frá veggjun-
um. Eigi hygg ég að þetta sé nauðsynlegt og þar sem
það er dálitlum vandkvæðum bundið að fá þennan
fláa, sem aðeins má vera örlítill, jafnan, legg eg það
til, að veggirnir séu steyptir lóðréttir. Þó gæti verið
ágætt, einkum ef gera má ráð fyrir að hlaðið sé heyi
upp úr gryfjunni, þegar verið er að fylla hana, eða