Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 54
56
Sé gryfjan ekki inni í hlöðu, þarf sérstakt þak á
hana. Þakið má vera mjög einfalt og best er að útbúa
það þannig, að auðvelt sé að taka það af meðan látið
er í gryfjuna. Ef notaður er flekahringur ofan á
gryfjuna þegar látið er í hana, er hægt að fylla hana
það vel, að fargið myndi kúf upp af gryfjunni, þegar
heyið er fullsigið og nægir þá að þekja gryfjuna með
torfi, svo vatn komist ekki niður með veggjunum og
þarf þá ekkert þak fyr en fargið er tekið af heyinu
og byrjað er að gefa úr gryfjunni, má þá komast af
með eitt þak, þó gryfjurnar séu tvær eða fleiri.
Hvenær d að gera vothey og hvaða gras er heppilegast
til votheysgeröar?
Flestir mundu svara fyrri hluta spurningarinnar
þannig, að vothey eigi að gera þegar þurheysverkunin
bregst og er það að vísu rétt, en við megum þó ekki
einvörðungu miða votheysgerðina við veðráttufarið,
heldur verðum við einnig að miða hana við þann gróð-
ur, er vér framleiðum. Þannig mun flestum bera sam-
an um, að hafragras sé sérlega vel fallið til votheys-
gerðar, en það er vitanlega vegna þess, að á því stigi
sem við sláum grænfóðurhafra, eru þeir mjög safa-
ríkir, svo lítt gerlegt þykir að þurka þá. Nú er ein-
mitt mjög líkt ástatt um það gras, er við venjulega
sláum fyrst, en það er grasið af nýlegum sáðsléttum
í góðri rækt, ræktarmestu blettunum í túnunum, rúst-
um og hlaðvörpum o. s. frv. Þetta gras er mjög örð-
ugt að þurka nema á löngum tíma og með mikilli
fyrirhöfn og er því hætt við hrakningi, ef þurkar eru
ekki eindregnir og stöðugir. Hér við bætist svo, að
þessir blettir spretta mjög fljótt aftur, en háin treðst
og spillist, ef fyrri slátturinn hirðist ekki fljótt. Þetta