Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 55
57
gras er hinsvegar ágætlega fallið til votheysgerðar,
safaríkt, þungt í sér og fellur vel saman í gryfjun-
um. Það getur því verið stórt hagræði og mikill verka-
sparnaður að því, að setja þetta gras í vothey, jafn-
vel þótt veðrátta sé sæmilega hagstæð til þurheysverk-
unar.
Margir vilja helst binda votheysgerðina við háarslátt-
inn, en það er ekki alskostar rétt. Fyrri slátturinn
má ekki vera háður veðráttufari, heldur einungis
sprettunni, ef við sláum ekki grasið á réttu þroska-
skeiði, sprettur það úr sér, trénar og tapar verðmæti,
geta verið áhöld um, hvort betra sé, að slá og eiga á
hættu að taðan hrekist, eða draga sláttinn og láta
grasið spretta úr sér, sem auk þess hefur það í för
með sér, að háarsprettan verður rýr eða engin.
Við getum því oft, með því að taka eitthvað af fyrri
slættinum í vothey, hindrað að verðmæti hans fari
forgörðum vegna hraknings eða trénunar og jafn-
framt bjargað háarsprettunni.
Vegna þess að spretta jurtanna er miklu hægari
þegar líður á sumarið, er oft hægt að haga háarslætt-
inum nokkuð eftir veðráttufari, háin ekki eins þurk-
vönd og snemmslegin taða, en í sumum tilfellum ver
fallin til votheysgerðar — A.I.V. votheysgerðin þó
undanskilin — t. d. þar sem mikill smári er í túnum,
en hann kemur altaf mest í ljós í seinni slætti.
Mismunandi aðferðir við votheysgerð.
Eg mun fara fljótt yfir sögu, hvað votheysgerðina
sjálfa áhrærir, en læt nægja að visa til þess, sem aðr-
ir hafa skrifað um það efni og þá sérstaklega Halldór
Vilhjálmsson, skólastjóri. Eg mun ekki heldur drepa
á aðrar aðferðir við votheysgerð, en þær, sem eg sjálf-