Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 58
60
heyhitamæli. Aðferð þessi hefur þann kost, að hægt
er að gefa sér góðan tíma við að fylla gryfjuna. Af
þeim ástæðum og líka vegna hins tiltölulega háa hita,
sígur heyið mikið meðan látið er í gryfjuna og kemur
því tiltölulega lítið sig fram, eftir að fargið hefur ver-
ið sett á heyið. Gryfjurúmið notast því svo vel, að sjald-
an er ástæða til, þegar þessi aðferð er notuð, að taka
fargið af síðar meir og bæta í gryfjuna. Heyið getur
verkast prýðilega með þessari aðferð og veriö mjög
lystugt, en sennilega hefur hún þó meira efnatap í
för með sér heldur en kalda aðferðin.
Það sem einkum veldur erfiðleikum þegar þessi að-
ferð er notuð, er það, að örðugt er að fá hitann nægi-
lega jafnan í gryfjunni, vill hitinn oft verða of hár
í miðri gryfjunni, áður en hann er nægur út við vegg-
ina og stafar þetta vafalaust af því, að veggirnir
leiða hitann burtu jafnótt og hann myndast, ber eðli-
lega meira á þessu eftir því sem meira af gryfjuveggj-
unum er ofanjarðar.
Báðar þessar aðferðir byggjast á því, að ákveðnir
gerlar breyta nokkrum hluta af kolvetnum jurtanna
í sýru, sem varðveitir heyið fi*á skemmdum, og til þess
að ná þessu marki þarf því að myndast ákveðin gerð
í gryfjunum.
A. I. V. Votheysgerðin. Þessi votheysverkun, sem
gengur líka undir nafninu »Finska votheysgerðine, er
lítið útbreydd hér á landi ennþá, en hún er í því fólg-
in, í stórum dráttum, að í stað þess að láta sýruna í
heyinu myndast við bakteríugerð af efnum jurtanna
sjálfra, er sýra látin í grasið um leið og það er sett
í gryfjuna. Við þessa votheysverkun myndast því
enginn hiti í gryfjunni og engin gerð. Af þessum á-
stæðum er því haldið fram og vafalaust með réttu, að
af efnatapið við þessa heyverkun verði hverfandi lítið.