Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 60
62 þær hæfilega með vatni. Hugsanlegt er, að úr þessu fáist bætt, en meðan svo er ekki, er ástæða til að við- hafa alla gætni við útbreiðslu þessarar votheysgerðar. 4. Að lokum má geta þess, að A. I. V. votheysgerðin krefst yfirleitt mikillar vandvirkni og nákvæmni. Þrátt fyrir það er engan veginn útilokað, að heyverk- un þessi eigi eftir að ryðja sér til rúms og tel ég því rétt að hafa þann möguleika til hliðsjónar, þegar nýj- ar votheysgryfjur eru bygðar. Hefi ég reynt að taka tillit til þessa í þessum hugleiðingum mínum, þó eg í þeim hafi lagt eldri og þektari votheysgerð til grund- vallar. Fargið. Sumir telja og þykjast hafa reynslu fyrir því, að óþarft sé að fergja vothey svo nokkru nemi. Eg vil ekki mótmæla því, að þetta geti tekist, ef gryfjurnar eru vel þéttar, vandlega hefur verið látið í þær, og hægt er að byrgja yfirborð heysins í gryfjunum nokk- urnveginn loftþétt að ílátningunni lokinni. Eg vil þó gera ráð fyrir fargi sem meginreglu, því það er ekki einhlítt að fá myndaðan hæfilegan súr í heyinu, sem stöðvar lífsstarfsemi heyfrumanna og starfsemi sýru- myndandi gerla, heldur þarf líka að tæma loftið úr því, því ella geta myglusveppar lifað þar góðu lífi og valdið stórkostlegum skemdum. Súrinn í heyinu hindrar ekki starfsemi myglusveppa, en þeir geta að- eins starfað þar, sem þeir hafa aðgang að lofti. Þess vegna koma mygluskemdirnar helst niður með vegg- um gryfjunnar, ef heyið hefur missígið og losnað frá veggjunum og svo á yfirborði heysins í gryfjunni, en geta líka komið fram sem smá myglublettir og skánir til og frá um alla gryfjuna, ef loftið nær að síast inn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.