Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 60
62
þær hæfilega með vatni. Hugsanlegt er, að úr þessu
fáist bætt, en meðan svo er ekki, er ástæða til að við-
hafa alla gætni við útbreiðslu þessarar votheysgerðar.
4. Að lokum má geta þess, að A. I. V. votheysgerðin
krefst yfirleitt mikillar vandvirkni og nákvæmni.
Þrátt fyrir það er engan veginn útilokað, að heyverk-
un þessi eigi eftir að ryðja sér til rúms og tel ég því
rétt að hafa þann möguleika til hliðsjónar, þegar nýj-
ar votheysgryfjur eru bygðar. Hefi ég reynt að taka
tillit til þessa í þessum hugleiðingum mínum, þó eg í
þeim hafi lagt eldri og þektari votheysgerð til grund-
vallar.
Fargið.
Sumir telja og þykjast hafa reynslu fyrir því, að
óþarft sé að fergja vothey svo nokkru nemi. Eg vil
ekki mótmæla því, að þetta geti tekist, ef gryfjurnar
eru vel þéttar, vandlega hefur verið látið í þær, og
hægt er að byrgja yfirborð heysins í gryfjunum nokk-
urnveginn loftþétt að ílátningunni lokinni. Eg vil þó
gera ráð fyrir fargi sem meginreglu, því það er ekki
einhlítt að fá myndaðan hæfilegan súr í heyinu, sem
stöðvar lífsstarfsemi heyfrumanna og starfsemi sýru-
myndandi gerla, heldur þarf líka að tæma loftið úr
því, því ella geta myglusveppar lifað þar góðu lífi
og valdið stórkostlegum skemdum. Súrinn í heyinu
hindrar ekki starfsemi myglusveppa, en þeir geta að-
eins starfað þar, sem þeir hafa aðgang að lofti. Þess
vegna koma mygluskemdirnar helst niður með vegg-
um gryfjunnar, ef heyið hefur missígið og losnað frá
veggjunum og svo á yfirborði heysins í gryfjunni, en
geta líka komið fram sem smá myglublettir og skánir
til og frá um alla gryfjuna, ef loftið nær að síast inn