Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 61
63
í heystæðuna. Fargið hefur því eftirfarandi þýðingui
1) Það á að þrýsta heyinu saman, en við það tæmist
loftið úr heyinu, lífsskilyrði myglusveppanna þverra
og hitamyndunin stöðvast. 2) Það á að hindra að loft
komist að yfirborði heysins í gryfjunni.
Grjót, sem mikið hefur verið notað til að fergja
með vothey, uppfyllir fyrra skilyrðið, en ekki það
síðara. Sé grjót notað, er því nauðsynlegt að þekja
yfirborð heysins, t. d. með blautu torfi, áður en grjót-
ið er látið á. Annars tel ég einna best að fergja vot-
hey með möl, sm hæfilega mikill leir er í, til þess að
fargið geti orðið nokkumveginn þétt. Þarf þá að
breiða yfir heyið, áður en fargið er sett á, til þess má
nota gamla strigapoka, saltpéturssekki eða torf. Farg
þetta má láta á og taka það af í fötum, og er það lítið
seinlegra, heldur en þegar um grjót er að ræða, en
þetta farg hefur þá kosti, að það er hægt að hafa þrýst-
inginn á heyinu mjög jafnan og svo lokar það gryfj-
unni alveg loftþétt. Ef sprungur myndast í fargið,
eða það losnar frá hliðum gxyfjunnai', meðan heyið
er að síga, þarf ekki annað en troða það lítið eitt, þá
hrynur mölin ofan í rifurnar og fyllir þær. Venjulega
mun hæfilegt, að þetta farg sé um þi metri á þykt.
Niðurlag.
Eg sé ekki ástæðu til að ræða hér um notkun vot-
heysins, því mér er ekki kunnugt um, að hún sé nein-
um sérstökum vandkvæðum bundin, ef heyið á annað
borð er vel verkað.
Eg geri ekki kröfur til þess að hafa komið fram
með neinar nýjungar í þessum hugleiðingum mínum,
en eg hef, ef til vill, sagt eitt og annað á annan veg
en áður hefur verið gert. Eg hefi lagt sérstaka áherslu