Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 64
öé
um og leiðbeiningum að halda, er þær geyma. í>essar
ritsmíðar hafa því varanlegt gildi á sama hátt og til
dæmLs handbækur. Það dettur engum í hug að lesa
handbækur spjaldanna á milli um leið og þær koma
út, en samt getur það haft ómetanlega þýðingu að
hafa þær í bókahillunni, til þess að grípa til þeirra
og fletta upp í þeim, þegar leysa þarf úr einhverju
vafaatriði.
Tökum nærtækt dæmi: í Búnaðarritinu 1932 er
löng grein um kartöflur, eftir Ragnar Ásgeirsson, í
sama riti 1933, löng grein um búreikninga, eftir Guð-
mund Jónsson og að lokum í sama riti 1934 löng rit-
gerð um jurtasjúkdóma, eftir prófessor Ferdinandsen.
Því skyldi eg lesa þessar ritsmíðar, ef ég ætti ekki að
rækta kartöflur, ekki að færa búreikninga og hefi
ekki við neina jurtasjúkdóma að stríða? En ef eg nú
tek sinnaskiptum og vil fara að auka framleiðslu mína
með ræktun kartafla, eða finn mig knúinn til að vita
nokkur reikningsleg skil á afkomu hinna ýmsu greina
búrekstursins, eða ef einhver kvilli gerir vart við sig
á þeim nytjagróðri, sem eg rækta, þá verður mér eðli-
lega fyrst fyrir að spyrja: Hvað segir Ragnar Ásgeirs-
son? Hvað segir Guðmundur Jónsson? Hvað segir pró-
fessor Ferdinandsen ? Þá hafa þessar ritsmíðar, sem
ég ef til vill taldi ekki ómaksins vert að skera upp úr,
þegar þær fyrst birtust, fengið verðmæti fyrir mig og
hagnýta þýðingu.
Eg skal taka annað dæmi: í siðasta Ársriti Ræktun-
arfélags Nrðurlands 1933, birtist skýrsla um tilraunir
Rf. Nl. í 30 ár, sem heitir »Gró$mrtilraunir«. Eg geri
mér ekki von um, að margir hafi lesið þessa skýrslu
frá upphafi til enda, enda alls ekki til þess ætlast. —
Flestir sem litið hafa á hana munu hafa séð, að í henni
er mikið af tölum og töflum, sem ekki eru aðgengileg-