Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 69
71
til þess að gefa bændum þann afrakstur, er þeir þörfn-
uðust, svo að þeir gætu hætt að nytja óræktarland.
Afturför og kyrstaða í nýræktinni er því yfirvofandi,
ef ekkert er að gert. —
Sambandinu er það ljóst, að það þarf mikið átak
til að kippa þessu í sæmilegt horf.
Reynslan ein sker úr því, hvort sambandinu tekst
að vekja þann áhuga og skilning hjá bændum, á þessu
mikilsverða máli, sem er nauðsynlegur, til þess að
góður árangur fáist.
Fjárhagur sambandsins er nú kominn í það horf,
að sambandið hefur í byrjun hvers árs nægilegt hand-
bært fé, þ. e. um 6 þúsund krónur, til allra ársútgjalda
þess.
Búnaðarfélag íslands hefur, eins og s. 1. ár, veitt
sambandinu aukastyrk að upphæð kr. 1875.00. Styrk-
ur þessi hefur gert sambandinu kleyft að snúa sér að
fleiri verkefnum en ella hefði orðið, og þá sérstaklega
beita sér fyrir nýjungum á sviði búnaðarins, sem ella
hefði ekki verið hreyft að sinni.
Sambandsstjómin væntir þvi þess, að styrkur þessi
verði ekki látinn niður falla fyrst um sinn.
Starfsemi sambandsins á þessu ári, má skifta í
þessa aðalþætti:
1. BÆTT ÁBURÐARHIRÐING.
a. Flekamót. Sambandið keypti við í og lét smíða
flekamót, til afnota við byggingu á safnþróm og haug-
húsum, í 7 búnaðarfélögum. Alls voru smíðuð 9 fleka-
mót, er kostuðu tæpar 1000 krónur, voru þau síðan
afhent viðkomandi búnaðarfélögum, til eignar og um-
ráða, endurgjaldslaust, gegn þeirri kvöð að halda þeim
við og endumýja þau, er þörf gerðist.