Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 70
72
b. Leiöbeining og verhstjórn.
Þá lagði sambandið til ókeypis verkstjóra, Pál Jón-
asson frá Hróarsdal, til þess að leiðbeina félagsmönn-
um á vesturhelmingi sambandssvæðisins, um gerð
safnþróa og haughúsa, setja niður flekamótin, og hafa
á hendi umsjón með steypunni. Alls sá hann um bygg-
ingu á 15 safnþróm og haughúsum, og hefðu orðið
mun fleiri, ef vorið hefði ekki verið jafn kalt og óhag-
stætt sem raun varð á, svo að seint varð byrjað, og
margir hættu við að byggja, er óskað höfðu aðstoðar.
Þetta ár verður að skoðast sem tilraunaár á þessu
sviði, og reynslan hefur sýnt, að sumt hefði mátt bet-
ur fara. — Þrátt fyrir þetta hefur árangurinn orðið
sá, að dagsverkatalan í haughúsum og safnþróm hef-
ur hækkað úr 388 dagsverkum 1933, upp í 2316 dags-
verk á yfirstandandi ári, eða rúmlega fimmfaldast,
gefur þetta von um góðan árangur er fram líða stund-
ir. —•
2. EFLING GARÐRÆKTAR.
Eins og drepið hefur verið á, hefur sambandið þeg-
ar á þessu ári, dregið úr starfsemi sinni á þessu sviði.
Ráðunautur sambandsins, Vigfús Helgason, hefur nú
tekið að sér að sjá bændum á sambandssvæðinu fyrir
alt að 30 tn. árlega af góðum útsæðiskartöflum og ann-
aðist hann það síðastliðið vor sambandinu að kostnað-
arlaúsu.
Sambandið útbýtti gefins, eins og undanfarin ár,
miklu af gulrófna- og fóðurrófnafræi, á sambands-
svæðinu. Loks útvegaði sambandið garðyrkjuáhöld
(ýmiskonar handverkfæri) fyrir rúmar 850 krónur,
og veitti styrk til kaupanna, er nam samtals um 480
krónum.