Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 74
76
///. Aðalfundargerð 1934.
Árið 1934, þann 16. marz, var aðalfundur Búnaðar-
sambands Skagfirðinga settur og haldinn á Sauðár-
króki, að undangengnu fundarboði.
Formaður sambandsins, Jón Konráðsson hreppstjóri
í Bæ, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Til
fundarstjóra tilnefndi formaður Gísla Sigurðsson
hreppstjóra á Víðivöllum, og var það samþykt. Hann
nefndi til ritara þá Stefán Vagnsson á Hjaltastöðum
og Jón Jónsson, Hofi.
Áður en gengið var til dagskrár, var svohljóðandi
tillaga frá formanni sambandsins borin upp og sam-
þykt í einu hljóði:
»Með því að nú koma fleiri kosnir fulltrúar frá
sumum búnaðarfélögum, en gert er ráð fyrir að þau
megi senda, samkvæmt meðlimaskrá reikningshaldara,
fyrir s. 1. ár, þá samþykkir fundurinn, að þessir menn
fái nú sæti á fundinum með öllum fundarréttindum.
En framvegis sé stjórnum búnaðarfélaganna skylt að
tilkynna til formanns búnaðarsambands fyrir 1. des.
ár hvert um félagatölu«.
Auk formanns, sem áður er nefndur, voru allir
stjórnarnefndarmenn sambandsins mættir, þeir: Sig-
urður Sigurðsson sýslumaður, Sigurður Þórðarson
hreppstjóri, Nautabúi, Jón Sigurðsson hreppstjóri,
Reynistað og Steingrímur Steinþórsson skólastjóri,
Hólum, svo og ráðunautur sambandsins, Vigfús Helga-
son kennari, en auk þeirra eftirtaldir fulltrúar frá
búnaðarfélögum:
Frá Búnaðarfélagi Holtshrepps: Jón Guðmundsson,
Móafelli og Páll Sigurðsson, Lundi.
Frá Búnaðarfélagi Haganeshrepps: sr. Guðmundur