Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 76
78
Frá Búnaðarfélagi Skarðshrepps: Jón Björnsson,
Heiði.
Frá Búnaðarfélagi Skefilsstaðahrepps: sr. Arnór
Ámason, Hvammi og Sölvi Guðmundsson, Skíðastöð-
um. —
Nokkrar umræður urðu um fulltrúakosningu í ýms-
um búnaðarfélögunum, að þessu sinni. En að þeim
loknum var gengið til dagskrár þannig:
1. Skýrsla formanns um starf sambandsins á árinu.
Formaður gat þess, að allítarleg skýrsla um starf sam-
bandsins væri birt í Ársriti Ræktunarfélags Norður-
lands þ. á. og vísaði til hennar. Auk þess gat hann
um, að enn sem fyr hefði aðaláherslan verið lögð á
garðræktina, með því meðal annars, að ráða 3 stúlkur
til leiðbeininga, og styrkja ríflega kaup garðyrkju-
verkfæra. Þetta hefði borið þann árangur, að enn
hefði jarðeplauppskeran aukist um helming frá árinu
áður (1932).
Vigfúsi Helgasyni ráðunaut hafði verið veittur
styrkur til að koma upp geymsluhúsi fyrir kartöflur,
gegn því, að hann hefði útsæðiskartöflur til sölu á
sambandssvæðinu á næstk. vori.
Þá gat hann þess, að Búnaðarfélag íslands hefði
veitt sambandinu aukastyrk, 1875 krónur, með þeim
skilyrðum, að sambandið notaði það fé til nýrra og
gagnlegra framkvæmda.
Styrknum hafði verið varið m. a. til þess að styrkja
Pál Jónasson frá Hróai*sdal til þess að læra skinnasút-
un, steinasteypu og pípugerð. Einnig hefði sambandið
keypt steinamót til notkunar á sambandssvæðinu o.
fl. sem til nýmæla heyrði.
2. Lagðir fram og lesnir upp reikningar sambands-
ins fyrir árið 1933, endurskoðaðir og án athugasemda.
Skýrði formaður reikningana ítarlega lið fyrir lið.