Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 89
91
og veittur styrkur á 58 tunnur af útsæði. Útsæðið allt
var fengið hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og var
aðallega Up to date, Skán og Great scot.
Sauðfjárrækt. — Veittur hefur verið styrkur til
sauðfjárræktarbúsins á Þórustöðum að upphæð kr.
100.00.
Búreikningar. —Sambandið hefur reynt að fá menn
til að færa búreikninga og útbýtt nokkurum búreikn-
ingaformum ókeypis í því augnamiði, hafa um 10
bændur fengið form og leiðbeiningar við færslu þeirra
á þessu ári, en einhverjir þeirra munu þó hafa gefist
upp á árinu. Hefur þessi viðleitni sambandsins ennþá
borið lítinn árangur, því fáir þora að leggja út í bú-
reikningafærslu, en örðugt að koma við nægilegum
leiðbeiningum og aðstoð, þar sem þeir, er búreikning-
ana færa, eru dreifðir um alt sambandssvæðið.
Fyrirlestrar og námskeið. — Sambandið gekst fyrir
því, að 3 bændanámskeið voru haldin á sambandssvæð-
inu síðastliðinn vetur og naut til þess stuðnings Bún-
aðarfélags íslands og Sambands ísl. samvinnufélaga,
sem sendu á þessi námskeið þá ráðunautana Árna G.
Eylands og Pálma Einarsson. Aðalnámskeiðið var
haldið á Akureyri og stóð það í 4 daga, hafði sam-
bandið bíla í förum til að flytja fólk frá og til fund-
arstaðar daglega. Annað 2ja daga námskeið var hald-
ið á Grenivík og það þriðja í Svarfaðardal, er einnig
stóð í tvo daga. Á námskeiðum þessum voru flutt yfir
40 erindi. Auk ráðunautanna var formaður sambands-
ins á öllum námskeiðunum og flutti þar erindi og enn-
fremur fluttu erindi á námskeiðinu á Akureyri Stein-
dór Steindórsson mentaskólakennari og Björn Símon-
arson ráðunautur sambandsins. Yfirleitt voru nám-
skeiðin vel sótt, þó hömluðu vatnavextir aðsókn á
námskeiðið í Svarfaðardal.