Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 1
Fundargerð Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 5. sept. 1941. Ár 1941, föstudaginn 5. sept., var aðalfundur Ræktun- arfélags Norðurlands haldinn í húsi félagsins á Akureyri. Fundur hófst kl. 10,30 árdegis. Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði formaður félagsins, Sig. Ein. Hlíðar, og nefndi hann til ritara Stefán Árnason og Steindór Stein- dórsson, og samþykkti fundurinn þá. Var þá gengið til dagskrár. 1. Kosin kjörbréfanefnd: Jakob Karlsson, Júníus Jóns- son og Ármann Dalmannsson. Þessir fulltrúar voru mættir: Frd cefifélagadeild Akureyrar: Ármann Dalmannsson, Jakob Karlsson, Steindór Steindórsson, Júníus Jónsson, Stefán Árnason og Sig. Ein. Hlíðar, varafulltr. Þá voru og mættir: Stjórnarnefndarmaður Stefán Stef- ánsson, Svalbarði. Hinir stjórnarnefndarmenn áður taldir með fulltrúunum. Formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Olafur Jóns- son, framkvæmdastjóri. 2. Skýrsla framkvœmdastjóra. Ólafur Jónsson lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 1940, og voru þeir endurskoðaðir af kjörnum endurskoðendum. — Skýrði framkvæmdastjóri reikningana með nokkrum orðum og lýsti stuttlega rekstri félagsins. Um hag félagsins tók hann sérstaklega fram, að eignir væru tilfærðar með óbreyttu 1*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.