Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 15
' 1 Skýrsla um starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands árin 1941—42. I. TILRAUNASTARFSEMIN. Tvö síðastliðin ár hefur ekki orðið mikil breyting á tilraunastarfinu. Þó hafa nokkrar eldri tilraunir verið lagðar niður og nýjar teknar upp. Af nýjum viðfangsefn- um má sérstaklega nefna forrœktartilraunir mjög um- fangsmiklar, bæði í mólendi og mýrlendi. Var forrækt- uninni lokið haustið 1941 og sáð grasfræi í tilraunirnar síðastliðið vor. Þá eru ýmist byrjaðar eða í undirbúningi tilraunir með ræktun rúgs til grænfóðurs, og svo er verið að auka garðyrkjutilraunir, einkum tilraunir með hirð- ingu garða. Vegna ófriðarástandsins eru örðugleikar á því að útvega efni til tilrauna mjög vaxandi, en birgðir, sem til voru í stríðsbyrjun, mjög á þrotum. Er því mjög örðugt að halda áfram eða hefja tilraunir, sem byggjast á erlendri sáðvöru eða áburði. í síðustu skýrslu, í Ársritinu 1939—1940, var getið um bráðabirgðaniðurstöður nokkurra tilrauna, sem verið er að gera hér í stöðinni. Hér verður nú sagt lítið eitt frá framhaldsniðurstöðum nokkurra hinna sömu tilrauna og svo öðrum tilraunum, sem ekki þótti tímabært að geta um eða ekki var byrjað á, þegar skýrslan fyrir 1939—1940 var samin. 2

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.