Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 25
Garðyrkjuskýrsla 1941. Það mátti heita snjólaust og mikið farið að þorna í Gróðrarstöðinni um mánaðamótin apríl og maí, víða orðið stunguþítt ofan á klaka. Var því með fyrra móti hægt að fara að taka upp trjá- plöntur, stinga upp fyrir matjurtir o. þ. h. Það mátti því segja, að alt kallaði að í einu. Trjárœkt. Veturinn var snjóléttur og alment talinn góður. Stærri tré og runnar stóðu líka vel, ekkert brotið eða sligað, og ekki áberandi toppkál á lauftrjánum. Aftur var greni sumstaðar með kalinn topp. Á ungviði í græðibeðum bar dálítið á toppkali, þó var það ekki nærri eins mikið og stundum áður hefur verið. I sáðbeðum var margt illa farið, en það vill altaf verða svo, að á fyrsta og öðru ári fækkar plöntunum mest. Það gengur heldur seint með upeldið á grenitrjánum. Það verða margir erfiðleikar á þeirri leið. Þó er vonandi, að sú tíð komi, að grenitré prýði víða okkar land, að við finnum þá tegund, sem hér getur þroskast vel. Ekki vantar það, að fólk langar til að eignast greni- plöntur, sem vel eru komnar á veg. En því miður er sag- an oft sú sama, af þeim greniplöntum, sem liéðan ern látnar í burtu, þær deyja, þó vel eigi með þær að fara. Á meðan grenitrén eru ung, þurfa þau sérstaklega skjól, og mér virðist þau vaxa best í skjóli af öðrum stærri gróðri. Græðlingar eru settir af nokkrum runnategundum á

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.