Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Side 26
28 hverju ári. Lánast það dálítið misjafnlega, en þó oftar sæmilega vel, ef ekkert sérstakt óhapp kemur fyrir. í sum- ar voru græðlingarnir komnir vel á veg. Það ættu fleiri að gera, sem langar til að eignast ribs og aðra runna, að setja græðlinga sjálfir, því efni í nokkra græðlinga er oft hægt að fá á vorin. Trén blómstruðu heldur seint, og ekkert mjög mikið, þó varð vöxtur á trjáplöntum góður í haust. Ribs og sólberjarunnar blómstruðu vel og báru með mesta móti af vel þroskuðum berjum. Einnig þroskaðist líka dálítið af hindberjum og jarðarberjum. Trjáfræi var sáð sem venjulega, og var sumt af fræinu héðan úr stöðinni. Látnar voru burtu plöntur bæði af trjám og jurtum. Óþrifa gætti mjög lítið á trjánum í sumar. Blóm. Af blómum var minna framan af sumrinu, en við hefði mátt búast í svo góðu tíðarfari, og eru fleiri en ein ástæða til þess. Fyrst og fremst er það, að ekki er orðið eins gott að rækta blóm í stöðinni, þegar trjágróðurinn er orðinn svo stór, eins og meðan allt var lítið. Það er ekki alltaf gott að rækta tré og blóm hvað innan um annað, því það sannast þar: „Hver, sem á stærstan og sterkastan hramm, hann steypir þeim veikari og smærri.“ Önnur ástæðan er sú, að óvanalega mikið dó af fjöl- ærum blómaplöntum í vetur, af sumum tegundum dó hver einasta planta, t. d. prímúlur rauðar og hvítar, þær fóru allar, sömuleiðis Russel lúpínur, og einnig mikið af Aquilegíu, Bellis Beata o. fl. Það er eins og þessar plöntur hafi vantað snjóinn til að skýla sér með. Bergenía stóð sig alveg prýðilega, blómstraði vel og mikið, og það blómstruðu líka margar fleiri fjörærar plöntur vel, þegar fram á sumarið kom. Sumarblómin blómstruðu mörg vel, og sum ágætlega,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.