Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 31
Skýrsla um tilraunir með úrval úr rauðum íslenskum kartöflum. INNGANGUR. Svo sem flestum mun kunnugt, æxlast kartöflur á tvo vegu, kynlega og ókynlega, og er það hin síðarnefnda æxlun, sem við þekkjum bezt og notuð er við alla prak- tiska ræktun kartaflna. Hún er í því fólgin, að við setjum kartöflur í mold og hún myndar jarðstöngla, sem bera nýjar kartöflur, sem eru nákvæm eftirmynd móðurinnar að útliti og eiginleikum, og svo koll af kolli. Kartöfluræktun, sem byggist á kynlegri æxlun, hefur enga almenna hagnýta þýðingu, því bæði eru kartöflur þær, sem vaxa upp af fræi, aðeins smáber og svo hræri- grautur af tegundum gerólíkum að útliti og eiginleikum. Hinsvegar er kartöfluræktun upp af fræi óþrjótandi auðs- uppspretta fyrir þá, sem vinna að því að framleiða nýjar tegundir af kartöflum, en það kostar mikla vinnu, ná- kvæmni og góða aðstöðu. Allar kartöflutegundir, sem komnar eru út af einni kartöflu eða einu fræi, taka engum breytingum meðan þær eru æxlaðar á ókynlegan hátt. Urval úr slíkum teg- unum er því venjulega gagnslaust. Flestar tegundir, sem nú eru ræktaðar, eru tilkomnar á þennan hátt og því ó- nothæfar til úrvals, en áður en menn þektu nokkuð til jurtakynbóta, var það algengt, að ræktaðar voru í blöndu margar tegundir, sem voru svo líkar að útliti og eigin- 3

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.