Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 43
Jarðbrýr. Við nýyrkjuna er nú lögð meiri og meiri áhersla á, að framræslan sé í góðu lagi og með fyrirhyggju gerð. í hverju framræslukerfi er óhjákvæmilegt að hafa meira eða minna af opnum skurðum, en þeim fylgir sá ókostur, að tafsamara og óþægilegra verður að komast um rækt- aða landið með vélar og flutningatæki. Þess vegna verð- ur ekki hjá því komist að brúa opnu skurðina hér og hvar. Mjög algengt er að hafa trébrýr yfir skurðina og er sá kostur við það, að mögulegt er að flytja þær til og nota sömu brúna víðar en á einurn stað. En í mestu sumarönnunum veldur það nokkrum töfum, og best er að skerða sem minst þann tíma, sem til heyvinnu er ætlaður. Víða er einnig reft þétt yfir skurðina og þakið á raftana með torfi, sniddum eða þökum. Slíkar brýr eru fljótgerðar, en endast oft illa og þurfa stöðugra að- gerða. En sumstaðar eru brýrnar bygðar eingöngu úr þvx efni, sem upp úr skurðunum kemur, eða hægt er að fá í námunda við þá. Á bændaskólanum á Hvanneyri hefur verið unnið töluvert að slíkri jarðbrúagerð, og hefur Guðmundur Jónsson kennari lýst henni í 4. árg. Búfræðingsins 1937. Hjá Ræktunarfélagi Norðurlands hafa verið gerðar nokkrar jarðbrýr með svipaðri aðferð og þar er lýst. Sú reynsla, sem þegar er fengin, gefur ástæðu til að mæla með henni. Þar sem mýrlendi er, eða gott efni nærtækt, verður sennilega engin önnur brúar- gerð hagkvæmari.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.