Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 50
52 Fundarstjóri var kosinn Ólafur Jónsson, en ritarar: Stefán Arnason og Halldór Guðlaugsson. 1. Gjaldkeri, Jakob Karlsson, lagði fram reikninga sambandsins fyrir 1941, og voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. 2. Formaður lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 1942. í fjárhagsnefnd voru kosnir: Kristján E. Kristjánsson, Halldór Ólafsson, Björn Jóhannsson, Armann Dal- mannsson og Stefán Árnason. 3. Lögð fram ýms mál og kosin allsherjarnefnd. — Kosningu lilutu: Halldór Guðlaugsson, Stefán Sigur- jónsson, Sævaldur Valdemarsson og Oddur Ágústsson. Hinum ýmsu málum var öllum vísað til nefnda, nema erindi Búnaðarfél. Isl. um að helga bændastétt lands- ins einn dag á ári. I þessu máli var lögð fram eftirfar- andi tillaga: „Á fundi í Búnaðarfélagi Hríseyjar, sem haldinn var 9. des. 1941, var samþykkt eftirfarandi tillaga: Fundur í Búnaðarfél. Hríseyjar, haldinn 9. des. 1941, lýsir á- nægju sinni yfir því, að bændastétt landsins verði helg- aður einn dagur á ári hverju, og telur fyrir sitt leyti, að annar sunnudagur í júní muni vera heppilegastur.“ Tillaga um að vísa málinu til allsherjarnefndar var feld með 6 : 3 atkvæðum. — Þá kom fram eftirfarandi tillaga: „Fundurinn er ekki hlyntur því, að ákveðinn verði neinn sérstakur dagur á ári sem frídagur bænda.“ Samþykkt með 6 samhlj. atkv. 4. Erindi: Steindór Steindórsson menntaskólakennari flutti fróðlegt og ítarlegt erindi um Þjórsárdal og rann- sóknir sínar þar. Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri flutti erindi um hina nýju spunarokka, er Sigurjón Kristjánsson, Forsæti í Flóa, hefur smíðað, og sýndi tvo þeirra vinna. Eyvindur Jónsson ráðunautur flutti erindi

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.