Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 56
58 og þar sem víða var skortur á húsdýraáburði, eru þess dæmi, að menn notuðu eingöngu tilbúinn áburð í flag- holtsflögin og jafnvel aðeins köfnunarefnisáburð, og hefir það að vonum gefist illa. Nú virðist mér flestir bændur farnir að skilja það, að til þess að góður túngróður geti þrifist á landinu, brrf það að vera vel þurt, en hve þétt þarf að grafa skurði í land er erfitt að gefa ákveðnar tölur yfir. Víðast er það lega landsins, halli og mishæðir, sem fara verður eftir, en ekki ákveðið metramál. Hitt mun aftur vera mjög umdeilt, hve langur tími þarf að líða frá þurkun mýr- anna, þangað til þær eru teknar til vinslu, en það mun augljóst, að heppilegt er að láta mýrarnar bíða nokkur ár eftir að þær hafa verið ræstar fram, eða þar til að gróðurinn í þeim hefir breyst úr mýrar- í valllendis- gróður. Þess munu því miður mörg dæmi, að menn, sem þurkuðu mýrarnar vel, tóku þær til ræktunar um leið og þurkunin fór fram, og fengu svo í slétturnar elftingu og annan votlendisgróður, er síðar varð erfitt að losna við úr túnunum. Ég get vel skilið, að menn vildu fá lartdið sem fyrst í rækt, þegar búið þar að kosta til að þurka það, en þótt landið sé látið bíða óbrotið í nokkur ár eftir að þ.tð er þurkað, er ekki allur skaði skeður. Framræslan fer fljótt að gefa nokkuð í aðra hönd, því um leið og gróð- urinn breytist, fá menn betra hey en áður af landinu eða þá betri bithaga, og sumarhaga fyrir kýr vantar mjög tilfinnanlega víða iiér við Eyjafjörð. Forrækt eru margir farnir að viðhafa hér við túnrækt, og gefst hún yfirleitt vel. Slétturnar verða betur unnar og frjóefnaríkari, þegar búið er að bera húsdýraáburð í flögin í fleiri ár. Aftur hefir arfinn orðið mörgum erf- iður, og virðist fátt duga á móti honum, og ef mikil brögð eru að arfa í sáðsléttu, verður að slá oft á fyrsta ári, það oft, að arfinn nái aldrei verulegum þroska, þá nær sáðgresið sér npp næsta ár.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.