Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 57

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Síða 57
59 Þá hefi ég áður drepið á það, að tilbúni áburðurinn hefir ekki æfinlega verið notaður sem heppilegast. Of einhliða áburðartegundir notaðar og það jafnvel í flög í mögrum jarðvegi, þar sem fleiri ára forrækt og mikill húsdýraáburður helst mundu geta breytt jarðveginum til hins betra. Einnig á þessu sviði mun mikið hafa lag- ast, þó mikið vanti á að hægt sé að svara því, hvaða áburð sé heppilegast að nota í hverju tilfelli. Viðvíkjandi því spursmáli vantar tilfinnanlega jarðvegsrannsóknir og efnagreiningar á heyi. í sambandi við þetta hlýt ég að nefna einn sjúkdóm í kúm, sem mjög hefir gert vart við sig undanfarin ár, og er kallaður beinaveiki eða kalkskortur, og er það álit margra, að sú veiki stafi af fóðrinu og þá ef til vill ný- ræktartöðunni, sérstaklega af votlendi, eða þá af notkun tilbúins áburðar. Ekki skal ég leggja neinn dóm á um það, hvað rétt kann að vera í þessu, en hitt er víst, að nokkuð væri til kostandi, ef hægt væri að finna hverjar eru orsakir veiki þessarar, og þá ef til vi'll að koma í veg fyrir hana, því það tjón, sem hún bakar bændum árlega, er tilfinnan- legt. Á undanförnum árum höfum við Jónas Pétursson — en hann hefir starfað með mér flest árin síðan ég kom hér — unnið töluvert að gróðurathugunum á túnum og nýræktum, meðfram með það fyrir augum að leita eftir orsökum þessarar veiki, og tókum við bæði hey og jarð- vegssýnishorn í sambandi við þessar athuganir, en svo illa hefir gengið að fá þessi sýnishorn okkar efnagreind, við Rannsóknarstofu Háskóla íslands, að af þeim hafa ekki orðið nein not að neinu leyti, og niðurstöður höf- um við Jónas engar fengið í þessu sambandi af þessum athugunum okkar. En áfram þarf að halda og reyna að finna orsök eða orsakir þessarar veiki, ef unt er, og ef til vill verður léttara um vik, ef K. E. A. sér sér fært að

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.