Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 59
Hesjur. í Noregi er mikið gert að því að þurka hey á hesjurn, en hér á landi hefir það verið mjög lítið reynt. Til þess liggja fyrst og fremst þær orsakir, að efni í hesjurnar er mörgum sinnum dýrara hér, en í Noregi. Mest þeirra heyja, sem aflað er hér á landi, eru of smágerð til þess að unt sé að láta þau tolla á hesjum og svo skortir menn yfirleitt kunnáttu til þess. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir þessari hey- þurrkunaraðferð eins og hún hefir verið framkvæmd hjá Ræktunarfélagi Norðurlands. Hesjurnar eru gerðar úr mjóum, sívölum staurum og sléttum vír. Gott er að staurarnir séu 2,5 m. á lengd og 5—7 sm. í þvermál. Vírinn má vera venjulegur heybind- ingsvír, en best er að hann sé húðaður, svo hann eyði- leggist ekki af ryði. Holur eru gerðar fyrir staurana með járni og millibil þeirra haft 2—3 m. Hæla þarf að reka niður við báða enda til þess að strengja vírinn á frá enda- staurunum. Þurfa hælarnir að vera vel fastir, og öflugt stag á þeim frá endastaurunum, annaðhvort úr sérstök- um gildum vír, eða úr hespuvírnum, sem maður streng- ir þá um hælana við hverja umferð, sem vérstrengur er settur á staurana. Staurarnir mega helst ekki vera í þráð- beinni línu. Hesjan verður stöðugri, ef þeir eru settir á víxl utan við þá línu, sem maður hugsar sér dregna beint milli hælanna, sem um var getið. Þetta þarf þó ekki að vera með nákvæmni gert. Þegar búið er að koma staur-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.