Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 5
JÓHANNES SIGVALDASON:
Starfsemi Rannsóknarstofu Norðurlands
í síðasta árgangi a£ ársriti Ræktunart'élags Norðurlands
gerði Steindór Steindórsson, formaður Ræktunarfélagsins,
grein fyrir undanfara og upphafi Rannsóknarstofu Norður-
lands. Verður því eigi fjölyrt hér frekar um þann þátt í
hinni stuttu sögu Rannsóknarstofunnar, en ætlunin er að
gera í megindráttum grein fyrir því, sem unnið hefur verið
að á fyrsta ári stofnunarinnar og auk þess fáein þankabrot
um nokkrar tölulegar niðurstöður efnagreininganna.
Að hverju hefur verið unnið?
Heysýnum var safnað víða að af Norðurlandi sumarið
1965. Reynt var að koma í sem flesta af hreppum fjórðungs-
ins og heysýni tekin á nokkrum bæjum í hverjum hreppi.
Var þetta gert í þeim tvíþætta tilgangi að fá heysýni sem
víðast að af Norðurlandi, og til þess að fá tækifæri til að
kynnast bændum og búskap í sem flestum af byggðalögum
fjórðungsins. I heysýnin var yfirleitt tekið þurrt hey annað
hvort úr sætum á túnunum eða úr hlöðum ef vitað var hvað-
an umrætt hey var. í sambandi við töku heysýnanna var
safnað upplýsingum hjá bændum um áburðarnotkun, ald-
ur túnspildna, er heysýni voru tekin af, sjúkdóma í búpen-
ingi og ýmislegt annað, er athugavert þótti. Erfitt er að
segja um hversu áreiðanlegar heimildir nefndar upplýsing-
ar eru. Því miður er það grunur minn að ýmislegt t.d. áburð-
arnotkunin sé ekki alltaf örugg heimild, þegar hún er feng-
in upp eftir minni hjá bændum, en reynslan sýnir að alltof
fáir bændur skrá niður hvað þeir bera á hverja einstaka
spildu. Nokkur ár eru þó síðan að út voru gefnar af Bún-