Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 81
87
Ákvarðað var fosfór-, mangan- og járnmagn uppskerunn-
ar. Sjá töflu 2. Jarðvinnslan virðist aðeins liafa haft áhrif
á mangan af þessum þremur efnum. Mangan í uppskerunni
er meira í herfuðu reitunum en þeim tættu, 154 og 152
p. p. m. í 1. sl. á móti 120 og 143 p. p. m. í 1. sl. í tættum
reitum, eða að meðaltali 153 p. p. m. í 1. sl. og 198 p. p. m.
í 2. sl. á móti 132 p. p. m. í 1. sl. og 162 p. p. m. í 2. sl. í
tættu reitunum. Milli plægingaraðferða er einnig munur,
en mangan er minna í uppskeru af djúpplægðu reitunum
en hinum.
Sá munur, sem fram kemur í manganmagni uppskerunn-
ar, kemur ekki fram í uppskerumagni í hkg heys af ha. Er
því tæpast manganskortur í tilraunalandinu.
Mangan er fast bundið í lausum þurrum jarðvegi með
hátt pH, en laust bundið í þéttum, súrum og loftlausum
jarðvegi. Mismunurinn á manganmagninu í uppskerunni
á tættu og herfuðu reitunum gæti því bent til þess, að jarð-
vegurinn væri þéttari eða loftminni, þar sem herfað er held-
ur en þar sem tætt er. Og eins að hann sé lausari í sér, þar
sem djúpplægt er.
Rannsóknir á jarðvegi.
Sumarið 1965 voru tekin nokkur jarðvegssýnishorn úr
landinu til þess að athuga, hvort munur væri að nokkrum
eðlisþáttum jarðvegsins eftir því hvernig jarðvinnslu hafði
verið háttað í upphafi tilraunar.
Rúmþyngd jarðvegsins, glæðitap hans og vatnsmagn við
töku sýnishornanna og við vatnsmettun þeirra voru þau at-
riði, sem rannsökuð voru.
Rúmþyngd jarðvegsins var fundin á þann hátt, að jarð-
vegssýnishorn voru tekin í þar til gerða hringi. í hringinn,
sem var 5 cm hár og 5 cm í þvermál fékkst jarðvegstappi,
sem var þurrkaður við 105° C í sólarhring. Þungi tappans
deilt með rúmmáli hringsins gaf þá rúmþyngdina. Við töku
jarðvegsins var reynt að raska eðlilegri mynd hans sem
minnst.