Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 7
9
firði og af Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu. Samtals urðu
þetta 1780 sýni.
í þessum jarðvegssýnum var síðan athugað „aðgengilegt"
fosfór- og kalímagn og mælt sýrustig. Niðurstöður ásamt
ábendingum um áburðarnotkun á hverja túnspildu voru
sendar búnaðarsamböndunum á hverjum stað síðla vetrar,
þær síðustu sendar 27. apríl. Búnaðarsamböndin sáu um
frekari dreifingu til bænda.
Nokkrar athyglisverðar niðurstöður.
Upplýsingar þær, er safnað var hjá bændum með hey- og
jarðvegssýnum um jarðveg, gróður, aldur túna og annað er
gagnlegt þótti að fá að vita í sambandi við sýnin eru ásamt
niðurstöðum efnagreininganna geysimikið úrvinnsluefni,
jafnvel þótt ekki liggi fyrir meir en eins árs safn af tölum.
Ekki hefur unnizt tími til að nýta til fulls allt það sem þess-
ar tölur hafa að geyma, en þær bíða síns tíma. Vonandi
verður í framtíðinni hægt að koma tölulegum niðurstöð-
um á það form að senda megi í reiknivél og fá á skömmum
tíma uppgjör, sem óframkvæmanlegt er með eldri aðferð-
um.
Sökum þess hve stór efniviður var til umráða var erfitt að
ákvarða hvað tekið skyldi fyrst til athugunar, og ef til vill
er margt jafn mikilsvert og það, sem tekið hefur verið fyrir
falið í tölum, sem ennþá liggja og bíða uppgjörs og athug-
unar.
Heyefnagreining.
a) Kalk- og fosfórmagn í heysýnum af mismunandi
gömlum túnum.
í töflu 1 eru innfærðar niðurstöður um kalk- og fosfór-
magn í heysýnum úr þremur sýslum og niðurstöðurnar born-
ar saman við aldur þeirra túna, sem sýnin eru tekin úr. Eins
og á töflunni sést, þá eykst kalkmagn heysins allverulega