Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 100
Þá voru og mættir: Jóhannes Sigvaldason, forstöðumaður
Rannsóknarstofu Norðurlands, Jónas Jónsson, ráðunautur
hjá B. I. og Ævarr Hjartarson, ráðunautur.
Er hér var komið mættu á fundinum Eggert Davíðsson
á Möðruvöllum frá B.S.E., Sigurjón Steinsson, Akureyri frá
B.S.E. og Jón Rögnvaldsson, Akureyri frá Ævifélagadeild
Akureyrar.
Fundarstjóri lagði fram svohljóðandi dagskrá:
E Fundarsetning. Kosinn fundarstjóri og ritarar.
2. Athugun kjörbréfa.
3. Skýrsla stjórnarinnar.
4. Reikningar ársins 1965.
5. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1967. Kosin fjárhagsnefnd.
6. Rannsóknarstofa Norðurlands. Skýrsla forstjóra.
7. Alit fjárhagsnefndar.
8. Önnur mál.
9. Kosningar:
a) Einn maður í stjórn Rf. Nl. í stað Ólafs Jónssonar.
b) Tveir endurskoðendur.
10. Fundarslit.
3. Þá var tekinn fyrir 3. liður á dagskránni: Skýrsla stjórnar-
innar:
Formaður félagsins, Steindór Steindórssoh, ræddi um
helztu mál, sem stjórnin hafði haft til meðferðar á árinu.
Sótt hafði verið um fjárframlag til Alþingis vegna Rann-
sóknarstofu Norðurlands. Veittar höfðu verið á fjárlögum
ársins 1966 kr. 150 þúsund.
Þá hafði stjórnin sótt um 300 þús. kr. framlag á árinu
1967.
Formaður ræddi þá um ársritið. Taldi hann að fjárhagur
þess hefði enn verið nokkuð erfiður. Hafði stjórnin ákveð-
ið að hækka greiðslu fyrir það upp í 40 kr. til Búnaðarsam-
bandanna og ævifélaga, en 80 kr. til einstakra kaupenda.
Þá ræddi hann nokkuð um starfsemi Rannsóknarstofn
Norðurlands.