Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 47
JÓHANNES SIGVALDASON:
Rannsóknir á brennisteinsskorti
í íslenzkum túnum
I. Tilraunir með brennisteinsáburð á tún sumarið 1966.
Inngangur.
Frumefnið brennisteinn finnst í öllum lifandi verum.
Síðari tíma vísindi hafa líka sannað að efni þetta er nauð-
synlegt til vaxtar og viðhalds handa bæði plöntum og dýr-
um. Brennisteinn er ómissandi við uppbyggingu próteina,
bæði sem hluti af nokkrum aminósýrum og sem þýðingar-
mikill hluti af einstökum fjörefnum (vitamínum). Auk þessa
finnst brennisteinn í fjölda annarra efnasambanda.
Nytjajurtir innihalda nokkuð mismunandi magn af
brennisteini. Rófur, kál og margar aðrar plöntur af kross-
blómaætt eru ríkar á brennistein, grös aftur á móti mun
fátækari á þetta efni. Eftir því, sem séð verður í bókum,
mun magn af brennisteini í grösum vera 0.1—0.2%.
Brennisteinsmagn sitt fá grösin úr jarðveginum (sem súl-
fat) gegnum ræturnar, eða úr loftinu gegnum blöðin (senni-
legast sem S02 eða hugsanlega H2S). Magn það, sem kemur
í gegnum blöðin, er að sjálfsögðu háð því magni af brenni-
steini, sem í loftinu finnst. Hér á íslandi er slík upptaka
sennilega aðeins í litlum mæli, þó liggja ekki fyrir neinar
innlendar rannsóknir um þetta atriði, en magn af brenni-
steinssamböndum í lofti er hér lítið nema þá helzt á tak-
mörkuðum svæðum þar sem um hveri eða gos er að ræða.
Stærstur hluti af brennisteinsmagni grasa og annarra
plantna kemur úr jarðveginum. Lífrænar leifar í jarðvegin-
4