Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 48
50
um innihalda langstærsta hluta ai brennisteinsforða moldar-
innar 70—80% eða jafnvel meir. Brennisteinn, sem losnar
við rotnun, úr hinum lífræna hluta skolast mjög fljótt burtu
úr jarðveginum og nýtist ekki af plöntunum, nema þær grípi
gæsina þegar hún gefst. Ekki virðist fjarri að álykta sem svo,
að því snauðari sem jarðvegur er á lífrænar leifar þeim mun
minna sé þar af brennisteini til umráða fyrir plönturnar.
Nokkurt magn af brennisteini berst jarðvegi úr loftinu
með regnvatni. Hér á landi fellur stór hluti ársúrkomunn-
ar ekki á vaxtartíma plantnanna og þar að auki á þeim tíma
sem vatnshreyfingin er niður á við í jarðveginum og af-
streymi af landinu. Við þannig aðstæður má búast við að
mikill hluti af brennisteini, er berst með regnvatni, skof-
ist jafnhraðan burtu úr jarðveginum.
Af framanskráðu er Ijóst að ekki er ósennilegt að á ýms-
um landsvæðum geti skortur á brennisteini valdið uppskeru-
rýrnun, ef ekkert er að gert þ. e. a. s. enginn brennisteins-
áburður borinn á.
Ekki verður sagt að nýtt sé af nálinni að nota brenni-
steinssambönd sem áburð, þar sem sögur herma, að fangt
aftur í aldir hafi gips verið breitt á tún og akra sem áburð-
ur löngu áður en vitað var að í þessu efni væri um brenni-
stein að ræða. Ætla mætti að svo gamalkunn reynsla ásamt
niðurstöðum síðari tíma vísinda hefði valdið því að þeir,
sem við jarðrækt fást bæði sem starf og ekki síður þeim, sem
að rannsóknum í jarðrækt vinna, hefðu verið vakandi og
hindrað það að brennisteinsskortur ylli uppskerutjóni hjá
bændum. Reynslan hefur því miður orðið á annan veg víða
um heim. Er á þessu hugsanleg skýring. Á sokkabandsárum
notkunar með tilbúinn áburð var notað mjög mikið af
áburði, sem hafði að geyma brennistein. Byggðist þetta fyrst
og fremst á því, að til framleiðslu á bæði superfosfati, sem á
þeim tíma var algengasti fosfóráburðurinn, og ammonium-
súlfati, stækju svonefndri, er notuð brennisteinssýra og af
þeim sökum innihalda þessar áburðartegundir rnikið magn
af brennisteini. Á seinni árum hafa komið fram nýjar fos-
fór- og köfnunarefnisáburðartegundir svo sem þrífosfat,