Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 101
107
4. Þá las Ólafur Jónsson upp reikninga félagsins fyrir árið
1965 og skýrði þá, og gat þess að þetta væri fertugustu og
þriðju reikningar félagsins, sem hann legði hér fram. Þá
óskaði hann eftir því að verða ekki endurkosinn í stjórn fé-
lagsins. Umræður urðu engar um reikningana. Voru þeir þá
bornir upp til atkvæða og samþykktir með samhljóða at-
kvæðum.
5. Formaður las upp fjárhagsáætlun fyrir árið 1967.
Teitur Björnsson tók til máls.
Var þá kosin fjárhagsnefnd: Þórarinn Haraldsson, Teitur
Björnsson, Árni Jónsson, Ármann Dalmannsson og Jón Sig-
urðsson.
6. Skýrsla Rannsóknarstofu Norðurlands:
Jóhannes Sigvaldason flutti skýrslu um störf sín við Rann-
sóknarstofuna. Hann gat þess m. a., að á fyrri hluta ársins
liefði verið unnið að ýmsum undirbúningsstörfum og nið-
ursetningu tækja. Safnað hefði verið skýrslum um áburðar-
notkun og heilsufar búfjár hjá allmörgum bændum í Eyja-
firði og S.Þing. I júlímánuði hefði verið ferðast um Norð-
urland og tekin liey-sýnishorn til efnagreiningar og unnið
úr þeim seinni hluta ársins. Jarðvegs-sýnishorn hefðu bor-
izt af öllu félagssvæðinu nema Vestur-Húnavatnssýslu. —
Efnagreining á þeim hefði farið fram á fyrri hluta árs 1966,
og niðurstöður sendar út fyrir og um miðjan apríl. Þá lagði
Jóhannes fram reikninga Rannsóknarstofunnar fyrir árið
1965 og skýrði þá lið fyrir lið. Einnig lagði hann fram fjár-
hagsáætlun fyrir Rannsóknarstofuna yfir 1967.
Er liér var komið, mætti á fundinum fulltrúi frá B.S.H.
Halldór Jónsson, bóndi á Leysingjastöðum.
Fjárhagsáætluninni var síðan vísað til fjárhagsnefndar.
Eftir skýrslu Jóhannesar tóku til máls Steindór Steindórs-
son, Árni Jónsson, F.gill Bjarnason, Teitur Björnsson, ]ón
Rögnvaldsson, Þórarinn Kristjánsson og Jónas Kristjánsson.
Jóhannes Sigvaldason svaraði fyrirspurnum er fram komu.
Þá var klukkan 12 á hádegi, og fundi frestað til kl. 1.30
eftir hádegi.