Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 42
44
unarefni, lýsir sér í dökkgrænum eða bláleitum blæ á gras-
inu.
Um árlega notkun og niðurfellingu fosfóráburðar
(þrífosfats):
Arleg notkun fosfóráburðar (þrífosfats) reyndist betur, en
stórir skammtar til margra ára:
Þegar stórir skammtar af fosfóráburði voru bornir á til
margra ára, féll fosfórprósenta grassins ár frá ári.
Eftir tilsvarandi magn af fosfóráburði var uppskera meiri
við árlega notkun áburðarins en fyrir stóra skammta tætta
niður í nýræktina.
Tilraunirnar benda til þess að sé snemma sáð geti upp-
skera orðið meiri eftir niðurfellingu stórra skammta af fos-
fóráburði (153—350 kg/ha P) en eftir yfirbreiðslu. Sérstak-
lega gildir þetta, ef minni skammtar eru bornir á árlega eftir
nýræktarárið.
Ahrif kölkunar, beitur og fosfóráburðardreifingar
á gróðurfar nýrœktar:
Beit, kölkun og aðferð við fosfóráburðardreifingu á ný-
ræktarárinu hafði áhrif á gróðurfar nýræktarinnar sem hér
segir:
Beit dró úr hlutdeild hágrasa og túnvinguls, en jók hlut-
deild sveifgrasa og língresis í grassverðinum.
Kcilkun, 4 tonn/ha at’ kalki, jók hlutdeild hágrasa og
sveifgrasa, en dró úr hlutdeild língresis.
Niðurfelling fosfóráburðar í nýræktina (153.0 kg/ha P)
hafði í för með sér fjölgun língresis á kostnað sveifgrasa.
Beitin dró verulega úr þéttleika grassvarðarins.
Fosfóráburður rneð búfjáráburði:
Vaxandi skammtar af þrífosfati voru reyndir með 140
tonnum/ha af kúasaur, sem svarar til um það bil 140 kg/ha
P. Áburðurinn var tættur niður.