Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 14
16
Jarðvegsefnagreiningar.
a) Nokkur orð um sýrustig og niðurstöður
sýrustigsmælinga 1965.
Hvernig er sýrustig mælt? Hvaða upplýsingar veitir sýru-
stig okkur um jarðveginn? Þetta eru spurningar, sem svara
þarf rækilega, áður en hægt er að leggja af stað með álykt-
anir eða einhverjar aðgerðir vegna ákveðins sýrustigs í jarð-
vegi.
Mæling á sýrustigi er yfirleitt nú framkvæmd þannig að
sýni af mold (jarðvegi) er vætt með upplausn (vatni eða salt-
upplausn) og síðan er mælingin framkvæmd með sérstöku
tæki í umræddum moldargraut. Hvað þarf þá að varast í
sambandi við mælingaraðferð? Svar við því er: Jarðvegur
eins og hann kemur fyrir út á túni eða akri er yfirleitt of
þurr til þess að með þeim tækjum, sem fyrir hendi eru, sé
hægt að mæla beint í moldinni. Aftur á móti hefur það sýnt
sig, að ef jarðvegurinn er þynntur með vatni þá hækkar
sýrustigið þeim mun meira eftir því sem meir er þynnt, að
vissu marki. Þessi breyting á sýrustigi moldar við þynningu
er breytileg eftir jarðvegstegundum. Reynt hefur verið að
nota þynntar saltupplausnir til að væta moldina með fyrir
sýrustigmælingu. Sýrustigið verður þannig mun óháðara
þynningu, en lægra heldur en ef sama magn af vatni væri
notað. Lækkun þessi er háð styrkleika og tegund (þ. e. hvaða
salt er notað) saltupplausna, sem notaðar eru, og auk þess
eftir því um hvers konar jarðvegstegund er að ræða. Það er
því ljóst, að ef á að bera saman sýrustig af fleiri stöðum á
ákveðnu landsvæði, þá er það einungis mögulegt ef mæl-
ingin er framkvæmd á sama hátt á öllum stöðunum. Þetta
er ein ástæðan fyrir því, að varasamt getur verið að bera sam-
an íslenzkar og erlendar sýrustigsmælingar.
Hvað gefur sýrustigið okkur til kynna um jarðveginn?
Það sem sú niðurstaða sýnir, er fæst við sýrustigsmælingu,
er einfaldlega það hve margar vetnisjónir finnast í einum
lítra af þeim moldargraut, sem mælt er í. Annað segir sýru-