Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 14
16 Jarðvegsefnagreiningar. a) Nokkur orð um sýrustig og niðurstöður sýrustigsmælinga 1965. Hvernig er sýrustig mælt? Hvaða upplýsingar veitir sýru- stig okkur um jarðveginn? Þetta eru spurningar, sem svara þarf rækilega, áður en hægt er að leggja af stað með álykt- anir eða einhverjar aðgerðir vegna ákveðins sýrustigs í jarð- vegi. Mæling á sýrustigi er yfirleitt nú framkvæmd þannig að sýni af mold (jarðvegi) er vætt með upplausn (vatni eða salt- upplausn) og síðan er mælingin framkvæmd með sérstöku tæki í umræddum moldargraut. Hvað þarf þá að varast í sambandi við mælingaraðferð? Svar við því er: Jarðvegur eins og hann kemur fyrir út á túni eða akri er yfirleitt of þurr til þess að með þeim tækjum, sem fyrir hendi eru, sé hægt að mæla beint í moldinni. Aftur á móti hefur það sýnt sig, að ef jarðvegurinn er þynntur með vatni þá hækkar sýrustigið þeim mun meira eftir því sem meir er þynnt, að vissu marki. Þessi breyting á sýrustigi moldar við þynningu er breytileg eftir jarðvegstegundum. Reynt hefur verið að nota þynntar saltupplausnir til að væta moldina með fyrir sýrustigmælingu. Sýrustigið verður þannig mun óháðara þynningu, en lægra heldur en ef sama magn af vatni væri notað. Lækkun þessi er háð styrkleika og tegund (þ. e. hvaða salt er notað) saltupplausna, sem notaðar eru, og auk þess eftir því um hvers konar jarðvegstegund er að ræða. Það er því ljóst, að ef á að bera saman sýrustig af fleiri stöðum á ákveðnu landsvæði, þá er það einungis mögulegt ef mæl- ingin er framkvæmd á sama hátt á öllum stöðunum. Þetta er ein ástæðan fyrir því, að varasamt getur verið að bera sam- an íslenzkar og erlendar sýrustigsmælingar. Hvað gefur sýrustigið okkur til kynna um jarðveginn? Það sem sú niðurstaða sýnir, er fæst við sýrustigsmælingu, er einfaldlega það hve margar vetnisjónir finnast í einum lítra af þeim moldargraut, sem mælt er í. Annað segir sýru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.