Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 9
11
hækkun frá 0.32% og upp í 0.46%. í Eyjafirði er þessi breyt-
ing á kalkmagni heys með aldri túna ögn óreglulegri en í
hinum sýslunum, á þann veg að tún 3—5 ára hafa lægst magn
af kalki 0.30% en magnið stígur síðan með aldri, eins og í
heyinu hjá bændunum í sýslunum beggja vegna við, upp í
0.43% kalk í töðu af elztu túnunum.
Hver eða hverjar eru orsakir fyrir þessurn mismun? Reynt
verður nú að kryfja það til mergjar. Ýmsir þættir hafa áhrif
á steinefnamagn grasa og má þar nefna:
1. Oroskastig grasanna við slátt.
2. Veðurfar á sprettutímanum, t. d. hiti og úrkoma.
3. Hvaða plöntutegundir eru ríkjandi í landinu.
4. Hvernig og hvað er borið á túnin.
5. Landið sem plönturnar vaxa á, ræktun þess og uppruni.
Víkjum að fyrsta atriðinu. Sýnin voru tekin af grasi á
svipuðu þroskastigi í hverri sýslu og ef um einhvern mis-
mun hefur verið að ræða má reikna með að hann sé tilvilj-
unarkenndur og stuðli ekki að þessari kerfisbundnu dreif-
ingu á kalkmagni í heyi af misjafnlega giimlum túnum.
Sömu sögu er að segja um veðurfarið að varla er um áhrif
þess að ræða í þessu sambandi, öll sýnin tekin á stuttu tíma-
bili í júlí 1965. Þá er það þriðji þátturinn, hvaða plöntu-
tegundir fyrirfinnast í landinu, og nú fyrst er eitthvað feitt
að bíta í. Þannig er málum háttað, að ýmsar þær grasteg-
undir, sem gjama eru notaðar í fræblöndur seinni ára, sér-
staklega vallarfoxgras eru frá náttúrunnar hendi óvenju
snauðar af kalki og ýmsum öðrum steinefnum. Má því ætla
að orsökin fyrir hinu lága kalkmagni í heyi af ungum tún-
um sé að einhverju leyti sú, að sáðgresið ræður mestu um
efnainnihald í nýrri túnum. Eftir því sem túnin eldast
breytist í þeim gróður, hann verður fjölbreyttari, meðal
annars kemur eitthvert slangur af tvíkímblaðaplöntum í
þau, en tvíkímblöðungar eru mun ríkari á kalk en grös.
Olíklegt er þó að allur mismunur á kalkmagni í heyi af mis-
gömlum túnum sé vegna gróðurbreytinga, til þess heldur