Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 87
9.3
bakka á tilraunalandinu, og þau höfð færri, tekin með 25
cm bili. í skurðbakkanum hefur jarðveginum væntanlega
borizt minna af áburði en innar á tilraunalandinu. Þessi
tvö fyrstu ár tilraunarinnar var einungis borinn fosfór-
áburður í kerin, en samkvæmt reynslu hér á Hvanneyri
verður að bera fosfór í jarðveginn til að fá einhverja upp-
skeru. Árið 1964 var jarðvegur tekinn úr sama stað og 1963,
en þá var alhliða áburður borinn í kerin. Síðasta árið var
jarðvegur síðan tekinn úr óræktaðri mýri, þar sem ætla má,
að jarðvegurinn sé ótruflaður af áburði og jarðvinnslu, en
líkist jarðveginum á tilraunalandinu, eins og hann var fyrir
ræktun. Það ár var einungis borinn fosfór í kerin.
TAFLA 4. Tilraun með jarðveg úr misjafnri dýpt. Upp-
skera í g þurrefnis úr hverju keri (314,3 cm-).
Table 4. Yields from a pol experiment loith soil from differente depth.
Dry matter g per pot (314.3 cm2).
Dýpt cm Depth cm 1962 Dýpt cm Depth cm 1963 1964 1965
0-10 1.28 0-25 4.75 25.94 7.71
10-20 5.61
20-40 4.79 25-50 2.02 28.02 4.98
40-60 2.34 50-75 1.75 22.86 2.99
60-80 1.96
Af tilraunaniðurstöðunum má helzt ætla að frjósemi jarð-
vegsins fari minnkandi eftir því sem neðar dregur, en þann
mun megi jafna með áburðargjöf á einu ári (sbr. niðurstöð-
urnar 1964). Sjá töflu 4.
Niðurstöður af efnaákvörðunum á grasinu, sem spratt í
tilraunakerunum eru sýndar í töílu 5. Rúmsins vegna þykir
ástæðulaust að birta annað en meðaltalsniðurstöður þau 2
ár, sem uppskeran var efnagreind, þ. e. 1963 og 1965. All-
gott samræmi var milli áranna. í fremra dálki töflu 5 er
hundraðshluti efnis af þurrefni. Sú tala var æðimisjöfn fyrir