Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 86

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 86
92 sem hefur verið á uppskeru í tilraunaliðunum, og jafnframt vaknar sú spurning, hvort munurinn hefði ekki orðið meiri hefðu djúpplægðu reitirnir verið fjær hinum venjulega plægðu, því að ekki er ólíklegt að hin bætta framræsla af völdum djúpplægingarinnar hafi haft áhrif á framræsluna í reitunum, sem plægðir voru á venjulegan hátt. En eins og tilrauninni var hagað kom 10 m breið spilda plægð á venju- legan hátt á milli tveggja 10 m spildna, sem djúpplægðar voru. Plógstrengirnir lágu skurða á milli á tilraunalandinu og hafa því verkað svipað og kílræsi. Missig. Þar sem ræktunarland hefur verið plægt með skerpiplóg, vill oft bera á því, að yfirborð landsins sé óslétt. Það mynd- ast í því hryggir og lægðir, sem vatn situr uppi í að vetri og í vætutíð. í lægðunum er hætt við kali svo að uppskeru- rýrnun hlýzt af auk þess sem vinna á landinu með vélum verður óþægileg. Mest mun bera á slíku missigi djúpplægða landsins, þar sem skammur tími hefur liðið frá plægingu oog þar til landið var fullunnið og í það sáð. í tilraun 87—59 var leitast við að mæla, hvort yfirborð skerpiplægðu reitanna væri ójafnara en hinna. Þær mæl- ingar, sem gerðar voru, bentu til þess að landið væri ójafn- ara á djúpplægðu reitunum. Frjósemi jarðvegsins í mismunandi dýpt. Samtímis tilraun 87—59 voru gerðar kertilraunir með jarðveg úr mismunandi dýpt úr landi því sem tilr. 87—59 var á. Slíkar kertilraunir voru gerðar í 4 sumur (1962— 1965), en í nokkuð breytilegri mynd frá ári til árs. Árið 1962 voru sýnishorn í kerin tekin úr jarðvegssniði með 10 cm bili. Það ár voru sýnishornin tekin úr tilrauna- landinu utarlega, en þó mátti gera ráð fyrir, að jarðvegur- inn hafi fengið áburð og einnig, að hann hafi raskast við jarðvinnsluna. Árið 1963 voru sýnishornin tekin úr skurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.