Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 86
92
sem hefur verið á uppskeru í tilraunaliðunum, og jafnframt
vaknar sú spurning, hvort munurinn hefði ekki orðið meiri
hefðu djúpplægðu reitirnir verið fjær hinum venjulega
plægðu, því að ekki er ólíklegt að hin bætta framræsla af
völdum djúpplægingarinnar hafi haft áhrif á framræsluna
í reitunum, sem plægðir voru á venjulegan hátt. En eins og
tilrauninni var hagað kom 10 m breið spilda plægð á venju-
legan hátt á milli tveggja 10 m spildna, sem djúpplægðar
voru. Plógstrengirnir lágu skurða á milli á tilraunalandinu
og hafa því verkað svipað og kílræsi.
Missig.
Þar sem ræktunarland hefur verið plægt með skerpiplóg,
vill oft bera á því, að yfirborð landsins sé óslétt. Það mynd-
ast í því hryggir og lægðir, sem vatn situr uppi í að vetri og
í vætutíð. í lægðunum er hætt við kali svo að uppskeru-
rýrnun hlýzt af auk þess sem vinna á landinu með vélum
verður óþægileg. Mest mun bera á slíku missigi djúpplægða
landsins, þar sem skammur tími hefur liðið frá plægingu
oog þar til landið var fullunnið og í það sáð.
í tilraun 87—59 var leitast við að mæla, hvort yfirborð
skerpiplægðu reitanna væri ójafnara en hinna. Þær mæl-
ingar, sem gerðar voru, bentu til þess að landið væri ójafn-
ara á djúpplægðu reitunum.
Frjósemi jarðvegsins í mismunandi dýpt.
Samtímis tilraun 87—59 voru gerðar kertilraunir með
jarðveg úr mismunandi dýpt úr landi því sem tilr. 87—59
var á. Slíkar kertilraunir voru gerðar í 4 sumur (1962—
1965), en í nokkuð breytilegri mynd frá ári til árs.
Árið 1962 voru sýnishorn í kerin tekin úr jarðvegssniði
með 10 cm bili. Það ár voru sýnishornin tekin úr tilrauna-
landinu utarlega, en þó mátti gera ráð fyrir, að jarðvegur-
inn hafi fengið áburð og einnig, að hann hafi raskast við
jarðvinnsluna. Árið 1963 voru sýnishornin tekin úr skurð-