Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 81
87 Ákvarðað var fosfór-, mangan- og járnmagn uppskerunn- ar. Sjá töflu 2. Jarðvinnslan virðist aðeins liafa haft áhrif á mangan af þessum þremur efnum. Mangan í uppskerunni er meira í herfuðu reitunum en þeim tættu, 154 og 152 p. p. m. í 1. sl. á móti 120 og 143 p. p. m. í 1. sl. í tættum reitum, eða að meðaltali 153 p. p. m. í 1. sl. og 198 p. p. m. í 2. sl. á móti 132 p. p. m. í 1. sl. og 162 p. p. m. í 2. sl. í tættu reitunum. Milli plægingaraðferða er einnig munur, en mangan er minna í uppskeru af djúpplægðu reitunum en hinum. Sá munur, sem fram kemur í manganmagni uppskerunn- ar, kemur ekki fram í uppskerumagni í hkg heys af ha. Er því tæpast manganskortur í tilraunalandinu. Mangan er fast bundið í lausum þurrum jarðvegi með hátt pH, en laust bundið í þéttum, súrum og loftlausum jarðvegi. Mismunurinn á manganmagninu í uppskerunni á tættu og herfuðu reitunum gæti því bent til þess, að jarð- vegurinn væri þéttari eða loftminni, þar sem herfað er held- ur en þar sem tætt er. Og eins að hann sé lausari í sér, þar sem djúpplægt er. Rannsóknir á jarðvegi. Sumarið 1965 voru tekin nokkur jarðvegssýnishorn úr landinu til þess að athuga, hvort munur væri að nokkrum eðlisþáttum jarðvegsins eftir því hvernig jarðvinnslu hafði verið háttað í upphafi tilraunar. Rúmþyngd jarðvegsins, glæðitap hans og vatnsmagn við töku sýnishornanna og við vatnsmettun þeirra voru þau at- riði, sem rannsökuð voru. Rúmþyngd jarðvegsins var fundin á þann hátt, að jarð- vegssýnishorn voru tekin í þar til gerða hringi. í hringinn, sem var 5 cm hár og 5 cm í þvermál fékkst jarðvegstappi, sem var þurrkaður við 105° C í sólarhring. Þungi tappans deilt með rúmmáli hringsins gaf þá rúmþyngdina. Við töku jarðvegsins var reynt að raska eðlilegri mynd hans sem minnst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.