Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Síða 9
LANDSBÓKASAFNIÐ 1972
9
Jóhann Sigurjónsson
Björn Jónsson læknir í Swan River, Manitoba, lét Landsbókasafninu í té handrit
frá miðri 18. öld, Olgeirs rímur danska, ennfremur handrit rímna af Nikulási Tell-
mann, ritað um miðja 19. öld, en aftan við það handrit eru brúðkaupsvísur, gátur
o. fl. smálegt.
Dr. Finnur Sigmundsson afhenti bréfasafn Kristins Guðlaugssonar á Núpi, en
honum fékk sem gjöf til Landsbókasafns Hólmfríður, dóttir Kristins.
Rósa Sigfúsdóttir, fósturdóttir Jóhannesar Sigfússonar yfirkennara, afhenti ýmis-
legt úr fórum hans, m. a. sendibréf frá nokkrum prestum.
Björn J. Blöndal rithöfundur afhenti tvær minnisbækur og bréf og Pétur Bein-
teinsson frá Grafardal kvæðasyrpur og smásögur, 14 stílabækur.
Safninu bárust frá frú Önnu la Cour útvarpserindi, blaðagreinar o. fl. eftir föður
hennar, dr. Gunnlaug Claessen.
Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrum bæjarfógeti gaf Formannavísur um formenn í
Bolungarvík veturinn 1884 eftir Guðmund Ólafsson, ennfremur niðjatal Sighvats
Grímssonar Borgfirðings, vélrit.
Nokkur einkaskjöl og skilríki Hallgríms Sveinssonar biskups. Gjöf frá sonarsyni
hans, Hallgrími Fr. Hallgrímssyni aðalræðismanni.
Frú Ása Bjarnadóttir, ekkja Emils Thoroddsens tónskálds, færði safninu að gjöf
ýmis tónverk hans: Pilt og stúlku; Syrpur; Revíur; Hátíðarljóð við vígslu Háskólans