Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 137
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS
137
„I sköla var mier skipad, aadur umtalad plaatz (þ. e. a. s. suöursíðu íslands) ad
uppteikna 1770, þar eg tök fyrer mig, i mine Declamation, um Islands undergaang, og
þar til liitande adskilianlegar orsaker, ad upprifia, en Su Teikning, eins og þesse, var
miked öfullkomeii, (var) þö vel uppteked og vyrdt, af Dr. Fine J [óns] S[yni], sem þa
fan þar i nockurn Grundvóll, hvar fyrer han hiellt hvorutveggiu til baka; Mprgufh
sinum sydan, reiste eg um aaminsta Stade, hvad mier gaf frekare Eptertekt, um þeirra
afstpdu, hveria þaa eg fan, gat eg mindad riettare nidurradan Stærd og Millebil hvers
eins, og teikáde upp aptur og aptur, so nær komst alltyd riettara lage, þar til komed
var 8 sinum, og hef so þanen uned ad þessu verke einasta fyrer gýg, hvad eg i aung-
an maata vil telia epter mier, ef til einhverrar Eptertektar þiena kyfie, hvorke Lpnd nie
landsbygder, þeirra ástand eda aasigkomulag kan i nockurn maata skilianlega ökun-
ugum utvysast, ef ecke eru med Teikningar, so sanferdugar mpgulegt er, eh þessleides
eru alltýd margbrotnar, og bagt ad faa upp aan ýfersiöna, sem þeir munu fina, er ad
þvi lýku Ervide standa."3
Ekki er vitað, hvað orðið hefur um skólauppdrátt þennan eða uppdrætti né hvort
þeir hafa varðveitzt, en Finnur biskup hafði tröllatrú á hagleik og dráttlist Sæmundar.
Árið 1772 var ákveðið að koma upp stjörnuathugunarstöð á Islandi, aðallega með
það fyrir augum að fá réttari hugmyndir um hnattstöðu landsins. Eyjólfi Jónssyni
(Johnsoniusi) var falin forsjá hennar.4 Eitthvað virðist hafa komið til orða, að Sæ-
mundur yrði settur honum til aðstoðar, því að Finnur biskup ritaði Eyjólfi bréf í ágúst-
mánuði sama ár. Þar ræður biskup honum að fá Sæmund sér til hjálpar og kemst
meðal annars svo að orði: ,,. . . en til allra smijda, til að teikna edur draga upp og
annad þvilikt, sem kemur uppa imaginationer og handatiltekter, ei einast i þvi ad
giöra efter þvi sem hann sier, helldur og til ad uppfinna sialfur Modell til Hlutarens og
Adferdena ad giöra hann, er hann (þ. e. Sæmundur) so skialdfengid subjectum, ad eg
þecke nu ei hans lika af þeim Studiosis, sem eg hefe vidkynst . . .“5 Af ummælum
þessum má ráða, að biskup hefur borið traust til Sæmundar og vænzt mikils af honum.
Eftir Sæmund eru nú kunnug sjö landabréf, og eru sex þeirra af lengri eða skemmri
hluta suðurstrandarinnar og ná spottakorn inn til óbyggða. Hið sjöunda er sérkort
af Vestmannaeyjum, hið fyrsta sinnar gerðar, sem það nafn er gefandi, því að Vest-
mannaeyjakort danska kortagerðarmannsins Johannesar Mejers, h. u. b. 1650, er
slíkur óskapnaður vanþekkingar og vitleysu, að varla er einleikið, þegar haft er í huga,
að Eyjarnar voru ásamt Bessastöðum öldum saman meginstöðvar danska valdsins á
Islandi. Sæmundur gerði enn eitt kort af suðurströndinni, en það mun nú glatað.
Eftir er aðeins lesmálstexti, sem fylgdi því í öndverðu. Loks hefur Sæmundur gert
sex myndir gjósandi eldfjalla, og fylgir þeim öllum uppdráttur af nágrenninu. Vest-
fjarðakort séra Hjalta Þorsteinssonar er nú aðeins kunnugt af eftirmynd Sæmundar,
og eftir hann er eftirmynd af korti Magnúsar Arasonar af Gullbringu- og Kjósarsýslu.
og korti Th. H. H. Knoffs af Vestfjörðum. Hann gerði hafnakortin í Ferðabók Ólafs