Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 150

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 150
150 SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS A a-kortinu, sem líklega er elzt af kortum Sæmundar, eru fimm smávötn norður undir Tungnaá. Við þau stendur Fiske votn 50, og afrennsli þeirra er Nyrðri-Ófæra, eða hún kemur að minnsta kosti úr einu þeirra, en samgangur milli vatnanna er ekki sýndur. Skammt fyrir sunnan vötnin er nafnlaust vatn nokkru stærra, rétt norðan við Syðri-Ófæru. Þetta gætu verið Álftavötn, en þau hafa afrennsli í ána. Til Bláfjalls virðist ekki dregið, að minnsta kosti ekki með nafni. Þessu er vikið við á b-kortinu. Fiske vötn eru rétt norðvestan undir Bláfjalli (Bláfiöll). Þau eru tólf að tölu með samrennsli sín á milli og afrennsli í Syðri-Ófæru. Skammt fyrir sunnan þau eru tvö vötn, sem líka hafa afrennsli í sömu á. Á d-kortinu eru Fiskivötn allmikil hvirfina nafnlausra vatna og hafa afrennsli í marggreint net kvísla, er falla til Skaftár. Á e- kortinu eru Fiskivötn þyrping tíu vatna rétt norðan við Bláfjöll skammt sunnan Tungnaár. Samrennsli er á milli þeirra, en úr austasta vatninu rennur á, er sameinast Nyrðri-Ófæru eins og á a-kortinu. Þar eru engin Álftavötn. Þá er röðin komin að kortum þeim, er Sæmundur gerði bók sinni um Skaftárelda. Veiðivötn eru ekki tekin með á A-kortinu, sem nær ekki svo langt vestur, eins og áður segir, en á B-kortinu er ný gerð Fiskivatna, sem svipar töluvert til Knoffs-gerðarinnar. Hér er komið stórt vatn nokkuð vogskorið skammt fyrir sunnan Tungnaárgljúfur, en norðvestan undir Bláfjalli. Umhverfis það eru sex minni vötn, en hvergi er sýnt, að þau hafi nokkurt afrennsli, enda er vatnakerfi kortsins afar ruglingslegt á þessum slóð- um. Skammt fyrir vestan þau eru Námur, Námsfjöll og Löðmundur. I lesmálstextan- um (c) eru Fiskivötn merkt tölustafnum 133, en síðar hefur Sæmundur bætt þessum þremur örnefnum við þá tölu. Það gæti bent til þess, að hann hafi þá (1776) eins og síðar talið skammt á milli þessara staða, eins og raunar er, þótt Tungnaá sé á milli. Varla er að efa, að Fiskivötn Sæmundar eru hin sömu á öllum kortunum, þótt lög- un þeirra og lega sé breytileg og afrennsli þeirra mismunandi ár eða ekkert. Þetta sannar þó ekki annað en að hann hafði harla óljósar hugmyndir um þau. Honum var stefnan nokkurn veginn Ijós, en áttaði sig ekki á fjarlægð þeirra. Fiskivötn hafa ugglaust alltaf verið kunn byggðamönnum næstu sveita, þótt langa hríð fari ekki af þeim neinar sögur í rituðum heimildum. Árni Magnússon getur þeirra fyrstur á síðari tímum. Frásögn hans er að finna í staðfræðitíningi hans frá árunum nálægt 1700.3 5 Næstur getur Þorsteinn Magnússon sýslumaður á Skammbeinsstöðum vatnanna í sýslulýsingu sinni 1744.36 Hvorugur þeirra hefur þó komið þangað, og lýs- ingar beggja eru nokkuð óljósar. Ekki er að efa, að báðir eiga við sömu vötn, sem enn ganga undir því nafni. Sveinn Pálsson kom til Fiskivatna árið 1795 og lýsti þeim fyrstur manna allrækilega, þótt honum skeiki í ýmsu, enda hreppti hann illt veður.37 Augljóst er, að allir þessir menn eru að tala um þau Fiskivötn (Veiðivötn), sem enn eru þekkt með þessu nafni. Enginn þeirra kannast við Fiskivötn sunnan Tungnaár. Sæmundi fór eins og fleirum, sem freistuðu þess að gera kort af Islandi eða hluta þess. Hálendið skrapp saman í höndum þeirra. Frá Ljótarstöðum í Skaftártungu er h. u. b. 30 km loftlína til Uxatinda, en hjá Sæmundi verður hún helmingi styttri. Frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.