Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 150
150 SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM OG KORTAGERÐ HANS
A a-kortinu, sem líklega er elzt af kortum Sæmundar, eru fimm smávötn norður
undir Tungnaá. Við þau stendur Fiske votn 50, og afrennsli þeirra er Nyrðri-Ófæra,
eða hún kemur að minnsta kosti úr einu þeirra, en samgangur milli vatnanna er ekki
sýndur. Skammt fyrir sunnan vötnin er nafnlaust vatn nokkru stærra, rétt norðan við
Syðri-Ófæru. Þetta gætu verið Álftavötn, en þau hafa afrennsli í ána. Til Bláfjalls
virðist ekki dregið, að minnsta kosti ekki með nafni. Þessu er vikið við á b-kortinu.
Fiske vötn eru rétt norðvestan undir Bláfjalli (Bláfiöll). Þau eru tólf að tölu með
samrennsli sín á milli og afrennsli í Syðri-Ófæru. Skammt fyrir sunnan þau eru tvö
vötn, sem líka hafa afrennsli í sömu á. Á d-kortinu eru Fiskivötn allmikil hvirfina
nafnlausra vatna og hafa afrennsli í marggreint net kvísla, er falla til Skaftár. Á e-
kortinu eru Fiskivötn þyrping tíu vatna rétt norðan við Bláfjöll skammt sunnan
Tungnaár. Samrennsli er á milli þeirra, en úr austasta vatninu rennur á, er sameinast
Nyrðri-Ófæru eins og á a-kortinu. Þar eru engin Álftavötn.
Þá er röðin komin að kortum þeim, er Sæmundur gerði bók sinni um Skaftárelda.
Veiðivötn eru ekki tekin með á A-kortinu, sem nær ekki svo langt vestur, eins og áður
segir, en á B-kortinu er ný gerð Fiskivatna, sem svipar töluvert til Knoffs-gerðarinnar.
Hér er komið stórt vatn nokkuð vogskorið skammt fyrir sunnan Tungnaárgljúfur, en
norðvestan undir Bláfjalli. Umhverfis það eru sex minni vötn, en hvergi er sýnt, að
þau hafi nokkurt afrennsli, enda er vatnakerfi kortsins afar ruglingslegt á þessum slóð-
um. Skammt fyrir vestan þau eru Námur, Námsfjöll og Löðmundur. I lesmálstextan-
um (c) eru Fiskivötn merkt tölustafnum 133, en síðar hefur Sæmundur bætt þessum
þremur örnefnum við þá tölu. Það gæti bent til þess, að hann hafi þá (1776) eins og
síðar talið skammt á milli þessara staða, eins og raunar er, þótt Tungnaá sé á milli.
Varla er að efa, að Fiskivötn Sæmundar eru hin sömu á öllum kortunum, þótt lög-
un þeirra og lega sé breytileg og afrennsli þeirra mismunandi ár eða ekkert. Þetta
sannar þó ekki annað en að hann hafði harla óljósar hugmyndir um þau. Honum
var stefnan nokkurn veginn Ijós, en áttaði sig ekki á fjarlægð þeirra.
Fiskivötn hafa ugglaust alltaf verið kunn byggðamönnum næstu sveita, þótt langa
hríð fari ekki af þeim neinar sögur í rituðum heimildum. Árni Magnússon getur þeirra
fyrstur á síðari tímum. Frásögn hans er að finna í staðfræðitíningi hans frá árunum
nálægt 1700.3 5 Næstur getur Þorsteinn Magnússon sýslumaður á Skammbeinsstöðum
vatnanna í sýslulýsingu sinni 1744.36 Hvorugur þeirra hefur þó komið þangað, og lýs-
ingar beggja eru nokkuð óljósar. Ekki er að efa, að báðir eiga við sömu vötn, sem
enn ganga undir því nafni. Sveinn Pálsson kom til Fiskivatna árið 1795 og lýsti þeim
fyrstur manna allrækilega, þótt honum skeiki í ýmsu, enda hreppti hann illt veður.37
Augljóst er, að allir þessir menn eru að tala um þau Fiskivötn (Veiðivötn), sem enn
eru þekkt með þessu nafni. Enginn þeirra kannast við Fiskivötn sunnan Tungnaár.
Sæmundi fór eins og fleirum, sem freistuðu þess að gera kort af Islandi eða hluta
þess. Hálendið skrapp saman í höndum þeirra. Frá Ljótarstöðum í Skaftártungu er
h. u. b. 30 km loftlína til Uxatinda, en hjá Sæmundi verður hún helmingi styttri. Frá