Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 128
128
HVÍLA GJÖRÐI HLAÐSÓL
lífi fólks þá, alveg eins og hún virðist hafa verið fyrr á öldum og eins og hún sannan-
lega var á síðara hluta 17. aldar og allar götur síðan. Bragarhættir þessara vísna eru
fjölbreytilegir. Fornir hættir eru notaðir fullum fetum, bæði dróttkvætt, háttlausa,
hálfhneppt og fornyrðislag eða Ijúflingslag, eins og það var nefnt á síðari öldum. Þá
er gripið til rímnahátta, og eru hér dæmi um ferskeytt, braghent, stafhent og samhent.
Og inn á milli bregður fyrir yngri kvæðaháttum, sem ætla má að menn hafi verið að
þreifa sig áfram með á þessari öld og þeirri næstu á undan. Efnið er gripið úr hvers-
dagslífi fólksins, mest smáviðburðir, sumir skoplegir, en aðrir ekki einu sinni það.
Stundum talar skrifarinn sjálfur og víkur að skriftinni, eins og algengt er, og einhver
hefur dregið að honum dár og talið afköstin lítil:
Drengurinn gjörir að dára mig með dreissi sínu;
öðling segir með orða límu
ekki skrifi hann á degi rímu.11
Hér verður allt að yrkisefni, sperðill sem bitinn er sundur í miðju, vaðir sem tófur
bera í gren; einhver Heinrek raupar í kaupum og virðist hart leikinn, stúlka horðar
fyrir mönnum og verður á að gleyma að lyfta loki þegar hún býður, önnur fer til
hveranna með þvott, þrjár tína dún á Jónsmessudag. Á einni af þessum vísum er sér-
kennilegur bragur, því að gerð vísuorða og rím minnir á gagaraljóð, sem fyrst verður
vart hjá Magnúsi prúða í Pontus rímum,12 en vísuorðin eru átta, en ekki fjögur
eins og í rímnahættinum:
[Halldóra er] sem hróðurinn tér
harla merk á hreystiverk,
til hveranna fer sú hrundin hér
með hvítan serk og hún er sterk,
brúðurin snjöll að ber þó öll
af brögnum klæði hvít og smá,
fær þó föll og firna sköll,
fannhvít eru þau eftir á.13
Eftir varðveittum handritum að dæma er ákaflega lítið um að sögur séu skrifaðar
upp á síðara hluta 16. aldar og framan af 17. öld, og gæti manni dottið í hug að þá
væri þverrandi söguáhugi og jafnvel að sögulestur hefði mjög legið niðri um þetta
skeið. Því má að vísu andmæla með nokkrum rökum, en þó eru heimildir ekki meiri
en svo, að svipmynd úr baðstofunni á Krossnesi kemur sér vel. Þar sitja heimamenn við
störf og lestur, og fer naumast hjá því að verið sé að lesa eitthvað sögukyns:
Báðir smíða bræður ótt
belti og aska á þessari nótt,
faðir minn les nú furðu fljótt,
fregna má það lýða drótt.14