Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 128
128 HVÍLA GJÖRÐI HLAÐSÓL lífi fólks þá, alveg eins og hún virðist hafa verið fyrr á öldum og eins og hún sannan- lega var á síðara hluta 17. aldar og allar götur síðan. Bragarhættir þessara vísna eru fjölbreytilegir. Fornir hættir eru notaðir fullum fetum, bæði dróttkvætt, háttlausa, hálfhneppt og fornyrðislag eða Ijúflingslag, eins og það var nefnt á síðari öldum. Þá er gripið til rímnahátta, og eru hér dæmi um ferskeytt, braghent, stafhent og samhent. Og inn á milli bregður fyrir yngri kvæðaháttum, sem ætla má að menn hafi verið að þreifa sig áfram með á þessari öld og þeirri næstu á undan. Efnið er gripið úr hvers- dagslífi fólksins, mest smáviðburðir, sumir skoplegir, en aðrir ekki einu sinni það. Stundum talar skrifarinn sjálfur og víkur að skriftinni, eins og algengt er, og einhver hefur dregið að honum dár og talið afköstin lítil: Drengurinn gjörir að dára mig með dreissi sínu; öðling segir með orða límu ekki skrifi hann á degi rímu.11 Hér verður allt að yrkisefni, sperðill sem bitinn er sundur í miðju, vaðir sem tófur bera í gren; einhver Heinrek raupar í kaupum og virðist hart leikinn, stúlka horðar fyrir mönnum og verður á að gleyma að lyfta loki þegar hún býður, önnur fer til hveranna með þvott, þrjár tína dún á Jónsmessudag. Á einni af þessum vísum er sér- kennilegur bragur, því að gerð vísuorða og rím minnir á gagaraljóð, sem fyrst verður vart hjá Magnúsi prúða í Pontus rímum,12 en vísuorðin eru átta, en ekki fjögur eins og í rímnahættinum: [Halldóra er] sem hróðurinn tér harla merk á hreystiverk, til hveranna fer sú hrundin hér með hvítan serk og hún er sterk, brúðurin snjöll að ber þó öll af brögnum klæði hvít og smá, fær þó föll og firna sköll, fannhvít eru þau eftir á.13 Eftir varðveittum handritum að dæma er ákaflega lítið um að sögur séu skrifaðar upp á síðara hluta 16. aldar og framan af 17. öld, og gæti manni dottið í hug að þá væri þverrandi söguáhugi og jafnvel að sögulestur hefði mjög legið niðri um þetta skeið. Því má að vísu andmæla með nokkrum rökum, en þó eru heimildir ekki meiri en svo, að svipmynd úr baðstofunni á Krossnesi kemur sér vel. Þar sitja heimamenn við störf og lestur, og fer naumast hjá því að verið sé að lesa eitthvað sögukyns: Báðir smíða bræður ótt belti og aska á þessari nótt, faðir minn les nú furðu fljótt, fregna má það lýða drótt.14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.