Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Page 2

Frjáls verslun - 01.12.1942, Page 2
Stef n a Kommúnisia: unin í isins Landsverslunin írá síðustu styrjöld er óuppgerð og sLuldar enn riLissjóði stórfé. J. Þrír stjórnmálaflokkar hafa nýlega lýst yfir því, að þeir séu fylgjandi því að ríkið taki í sín- ar hendur utanríkisverzlun landsins. Þeir vilja þjóðnýta öll utanríkisviðskipti á sama hátt og gert hefir verið í Rússlandi. Ekkei't annað land í heimi hefir, svo vitað sé, ráðist í það stór- virki að taka alla verzlunina í sínar hendur. Þetta er eitt aðalstefnumál íslenzkra kommún- ista og nú er svo komið, að báðir hinir „vinstri“ flokkarnir eru nú einnig komnir á þessa línu. Það vekur nokkra furðu, að Framsóknarflokk- urinn, flokkur bænda og samvinnumanna, hefir verið sveigður svo langt til fylgis við komm- únista sem nú ber raun vitni. Er þetta ljóst merki þess, hversu kommúnistaöflin eru sterk í flokknum og hversu langt forustumenn hans eru ltomnir frá liugsjónum samvinnuhreyfing- arinnar. Þjóðnýting verzlunarinnar er fyrir þessum flokkum aðeins fyrsta skrefið á hugsjónabraut kommúnista. Næst á eftir kemur þjóðnýting útgerðarinnar. Þá fer enginn á sjóinn öðruvísi en í þjónustu ríkisins og allar fleytur verða þess eign. Því næst verða bændur sviftir jörð- um sínum og þeir gerðir að daglaunamönnum á sameignarbúum ríkisins. Óðalsbændur og bjargálnamenn í sveitum eru í augum kommún- ista eins og kaupmenn, útgerðarmenn og aðrir sem einhvern sjálfstæðan atvinnuveg stunda. Þeir eru í þeirra augum stórhættulegir menn af því að þeir kunna að eignast eitthvað. En ráðið gegn því er að þjóðnýta atvinnuvegi þess- ara manna. II. Þótt þeir flokkar, sem fylgja kommúnistum að málum um þjóðnýting verzlunarinnar, reyni að láta í veðri vaka að þeir geri það til þess að hamla á móti dýrtíðinni, þá blekkir slíkt eng- ann heilvita mann. Þeir þykjast ætla að taka gróðann af verzluninni til þess að lækka vísi- töluna. Þeir þykjast ætla að minnka innflutn- inginn með því að taka hann í hendur ríkisins. Þeir þykjast ætla að lækka vöruverðið. Þeir þykjast ætla að láta innflutning á nauðsynjum sitja fyrir öllu öðru. Allt eru þetta léttvægar ástæður, fyrir ríkis- verzlun, svo léttvægar að furðu sætir. Allt þetta er hægt að framkvæma án þess að til þess þurfi að nota ríkisverzlun. Þess vegna er augljóst að ekki vakir fyrir flokkunum að stofna til ríkis- verzlunar af þjóðlegri nauösyn, heldur vegna flokkslegra stefnumála. Þeir gera það vegna þess, að öllum þessum áðurnefndu „vinstri“ flokkum er nú stjórnað aðallega af mönnum, sem standa mjög nálægt kommúnistum í skoð- unum. Margt fer nú að verða kyndugt í íslenzk- um stjórnmálum. Kommúnistar eiga aðeins ör- fá atkvæði í öllum sveitum landsins. Það sýnir hug bænda til þessarar stefnu. En fulltrúar þeir, sem bændur hafa kosið á þing, gera veg konnnúnista sem mestan með því að taka upp stefnumál þeirra og sjónarmið. Það þarf elíki að þjóðnýta verzlunina til þess að hið opinbera geti tekið af henni ■ gróðann. Það þarf heldur ekki að þjóðnýta hana til þess að draga úr innflutningnum eða til þess að nauðsynjavörurnar sitji í fyrirrúmi. Vöruverð- 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.